Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 22:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndbönd: Frábært mark og flott tilþrif hjá Renato Sanches
Mynd af Sanches síðan í ágúst.
Mynd af Sanches síðan í ágúst.
Mynd: Getty Images
Lille vann í dag góðan heimasigur á Montpellier í Ligue 1 á heimavelli. Eftir leikinn er Lille ennþá taplaust á heimavelli í deildinni, eina lið deildarinnar sem ekki hefur tapað heimaleik.

Jonathan Ikone kom Lille yfir úr vítaspyrnu á 40. mínútu en Andy Delort jafnaði á 74. mínútu. Tíu mínútum seinna skoraði Renato Sanches sigurmark leiksins með góðu skoti úr teignum.

Sanches er alls ekki mikil markaskorari og er þetta fyrsta markið hans síðan í æfingaleik með Bayern Munchen í sumar. Sanches var undir lok ágúst í sumar seldur til Lille frá Bayern.

Margir muna eftir Sanches með portúgalska landsliðinu á EM 2016 en eftir það var hann keyptur til Bayern þar sem ekkert gekk. Enn minna gekk hjá Swansea þar sem hann átti að fylla í skó Gylfa Þórs Sigurðssonar, þar var hann hreint út sagt lélegur.

Markið var ekki einu tilþrif hans í leiknum því í uppbótartíma sýndi hann frábær tilþrif. Markið og tilþrifin má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner