Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 14. apríl 2024 12:55
Aksentije Milisic
Ungstirnið hefur ekki beðið um að yfirgefa Real
Mynd: Getty Images

Arda Guler gekk í raðir Real Madrid frá Fenerbahce síðasta sumar en þessi nítján ára gamli leikmaður hefur ekki verið áberandi á þessari leiktíð.


Carlo Ancelotti hefur ekki gefið ungstirninu mikinn spiltíma en ætlað er að koma honum í liðið hægt og rólega. Hvorki Guler né umboðsmenn hans hafa beðið Real Madrid um að lána hann burt.

Guler er einungis að einbeita sér að síðustu leikjunum á þessari leiktíð og svo í kjölfarið mun hann fara með tyrkneska landsliðinu til Þýskalands og taka þátt á Evrópumótinu.

Ekki er útilokað að leikmaðurinn verði lánaður á næstu leiktíð en Real Madrid mun ræða við leikmanninn og hans teymi eftir Evrópumótið næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner