Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dönsku leikmennirnir ósáttir með UEFA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Leikmenn danska landsliðsins eru óánægðir með hvernig evrópska knattspyrnusambandið meðhöndlaði stöðuna sem kom upp um helgina þegar Danmörk spilaði við Finnland í fyrstu umferð Evrópumótsins.

Christian Eriksen fékk hjartastopp og var látinn í nokkrar sekúndur en haldið var áfram með leikinn nokkru síðar. Eriksen fór upp á spítala og leikmenn voru í sjokki. En áfram hélt leikurinn.

Danir fengu því aðeins tvo valkosti, að halda áfram með leikinn um kvöldið eða fresta honum til morguns. Þriðji valkosturinn væri að gefa leikinn.

„Við vorum settir í stöðu sem mér finnst eins og við hefðum ekki átt að vera settir í. Þeir sem stjórna hefðu átt að gefa okkur frest til morguns til að taka ákvörðun," sagði Kasper Schmeichel, markvörður og varafyrirliði Dana.

Martin Braithwaite, sóknarmaður Barcelona og danska landsliðsins, tók undir. „Við fengum tvo valmöguleika sem voru báðir slæmir. Við samþykktum möguleikann sem var skárri. Það voru margir leikmenn sem gátu ekki klárað leikinn, þeir voru með hausinn á röngum stað.

„Það hefði verið óskandi að fá einhvern þriðja valkost í þessari stöðu."


Peter Schmeichel og Michael Laudrup hafa einnig gagnrýnt UEFA, en knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér nokkrar tilkynningar þar sem það firrir sig allri ábyrgð. Leikmenn þurfa að hvíla í 48 tíma á milli leikja samkvæmt lögum og því ekki hægt að fresta leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner