Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. júní 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slær met Bellingham ef hann spilar - Lagði upp gegn Íslandi
Kacper
Kacper
Mynd: EPA
Kacper Kozlowski verður yngsti leikmaður í sögu EM ef hann spilar með pólska landsliðinu á mótinu.

Fyrsti leikur Póllands er í dag og mætir liðið Slóvakíu klukkan 16:00 í dag.

Jude Bellingham varð í gær sá yngsti í sögunni en hann verður átján ára 29. júní. Kacper verður í átján ára í október.

Bellingham var í gær 17 ára og 359 daga gamall. Hann bætti met Jetro Willems sem var 18 ára og 71 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Holland á EM 2012.

Kacper lék gegn Íslandi fyrr í þessum mánuði. Honum var skipt inn á í hálfleik fyrir Piotr Zielenski og lagði Kacper upp jöfnunarmark Póllands á 88. mínútu leiksins.

Rætt var um Kacper í nýjasta þætti Ungstirnana sem hlusta má á hér að neðan.
Ungstirnin - Framtíðarmenn á evrópskum stórmótum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner