Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 13:25
Ívan Guðjón Baldursson
England: Salah og Mane afgreiddu Newcastle
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool 3 - 1 Newcastle
0-1 Jetro Willems ('7)
1-1 Sadio Mane ('28)
2-1 Sadio Mane ('40)
3-1 Mohamed Salah ('72)

Liverpool tók á móti Newcastle í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Það bjuggust ekki margir við því að gestirnir kæmust yfir snemma leiks en sú varð raunin.

Hollenski bakvörðurinn Jetro Willems lék skemmtilega á Trent Alexander-Arnold og skoraði laglegt mark strax á sjöundu mínútu.

Heimamenn létu markið ekki á sig fá og héldu sínu striki. Þeir stjórnuðu leiknum og jafnaði Sadio Mane með glæsilegu marki á 28. mínútu.

Skömmu síðar fór Divock Origi meiddur af velli og litu meiðslin ekki vel út. Roberto Firmino kom inn í hans stað og átti mjög góðan leik.

Mane tvöfaldaði forystuna fyrir leikhlé eftir að Martin Dubravka kom af marklínunni en náði ekki að vinna boltann.

Í síðari hálfleik gerði Mohamed Salah sigurmarkið eftir frábært samspil við Firmino.

Liverpool er á toppi deildarinnar eftir fimm umferðir, með fullt hús stiga. Newcastle er með þrjú stig.

Framundan eru erfiðir leikir fyrir Liverpool. Á þriðjudaginn er útileikur gegn Napoli og um næstu helgi útileikur gegn Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner