Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
   lau 14. september 2019 17:30
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Gerðum allt í dag til þess að verðskulda meira
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Njarðvíkingar fengu Gróttu í heimsókn þegar flautað var til leiks í 21.Umferð Inkasso deildar karla í dag á Rafholtsvellinum.
Njarðvíkingar urðu að vinna leikinn í dag til að eiga möguleika á að ná að halda sér í deildinni en jafntefli og tap hefðu fellt þá.
Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust yfir með marki frá Atla Geir Gunnarssyni en Grótta jafnaði leikinn strax í næstu sókn með marki frá Valtýr Már Michaelssyni áður en Pétur Theódór Árnason rak síðasta naglann í kistu Njarðvíkinga um miðjan seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Það er ekkert hægt að segja, við erum einfaldlega mjög súrir með það en ef við tökum leikinn sem slíkann bara einan og sér þá stóðum við okkur bara vel, hlupum mikið, börðumst mikið og vorum bara ekkert síðri en Grótta í dag, við erfiðar aðstæður og við lögðum okkur alla í verkefnið og með smá heppni hefðum við getað skorað og hefðum átt að skora tvö mörk í viðbót allavega en þeir ná upp keyrslu og run-i og náðu í sigur í dag en svo er það hitt, fall er eitthvað sem er virkilega súrt og við trúðum því fram á síðustu mínútu og vissum ekki úrslitin í hinum leikjunum í dag, að við ætluðum að gera eitthvað og ætluðum að fara á Ólafsvík og halda okkur uppi en það er því miður ekki niðurstaðan og það er einfaldlega bara grátlegt eftir þessa frábæru upprisu hjá okkur frá því að vera fallbaráttulið í mörg ár í 2.deildinni og stíga upp í það að rústa 2.deildinni hitt í fyrra og frábærir í fyrra að þá gekk þetta ekki í sumar og þá einhvernveginn varð þetta oft stöngin út í staðin fyrir að vera stöngin inn eins og síðustu 2 ár og við höfum verið að gera vel en þetta er niðurstaðan og hún er erfið þar sem við ætluðum okkur stærri hluti, grunn markmiðið var að halda sér í deildinni og vonandi gera betur en það náðist því miður ekki." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Njarðvíkingar hafa verið afar óheppnir í sumar en eins og Rafn Markús segir hafa ansi margir leikir verið stöngin út.
„Hver einasti leikur og við höfum verið að fá mörk á okkur í lokin og annað sem voru dýr en í grunninn er það kannski byrjum season-ið vel, komumst áfram í bikar og það kostar okkur bæði kannski auka spennu og meiðsli líka. Við förum inn í erfiða leiki á móti liðum í kringum okkur og förum í þá leiki kannski með aðeins laskað lið og því miður þá erum við ekkert með það breiðan hóp og þoldum það ekki og það var erfitt en við mættum aðeins í byrjun Júlí og spilum oft flottan fótbolta en því miður var það oft þannig að við töldum okkur oft vera betri í leikjunum og gera nógu mikið en fengum ekkert út úr leikjunum og það er erfitt."

Njarðvíkingar eru eins og fram hefur komið fallnir en verður Rafn Markús áfram þjálfari Njarðvíkur á næsta tímabili og er áhugi fyrir því?
„Það er ekkert búið að ræða það, við erum bara búnir að vera hugsa um það fram á síðustu sekúndu í dag að klára þetta, gera þetta og halda okkur uppi og það er eitthvað sem okkur langaði mjög mikið til að ná og þessvegna er þetta bara sárt að  ná ekki að klára í dag og allt í einu er það sem við erum búnir að stefna að bara búið og við verðum bara að skoða hlutina í framhaldið." 
„ Við höfum áhuga á því að byggja upp félagið, félagði skiptir okkur alla sem koma að því miklu máli og félagi hvort sem ég verð þar eða ekki þá þarf félagið að halda áfram og læra af þessum síðustu tímabilum. Við erum eins og oft er talað um á öðru season í deild sem er oft erfitt og því miður bítur okkur í ár og við þurfum allir að læra af þessu season-i." 


Nánar er rætt við Rafn Markús í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner