Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fim 14. september 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ásgeir Sigurgeirs: Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast
Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er leikur sem við höfum beðið lengi eftir," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, þegar Fótbolti.net ræddi við hann í dag.

Á laugardaginn spilar KA við Víking í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Þetta er fyrsti úrslitaleikur KA síðan 2004 og það er mikil tilhlökkun innan félagsins og hjá stuðningsmönnum.

„Það er komin mikil tilhlökkun," segir Ásgeir en hefur biðin eftir leiknum verið löng?

„Já og nei. Það hefur verið nóg að gera í millitíðinni. Það voru hlutir sem maður gat gleymt sér við. Stemningin í félaginu er geggjuð. Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast. Við sjáum vonandi sem flesta Akureyringa á vellinum á laugardaginn."

KA missti af dögunum af sæti í efri hluta Bestu deildarinnar.

„Það voru auðvitað vonbrigði en við erum búnir að hrista það af okkur. Við stefnum á sigur á laugardaginn. Þetta er stærsti leikur ársins á Íslandi. Ef við vinnum leikinn, þá verður sumarið alltaf jákvætt," segir Ásgeir.

Andstæðingurinn á laugardaginn er ansi erfiður: Víkingar sem eru á toppi Bestu deildarinnar.

„Við þurfum bara að spila okkar leik og við megum ekki sýna þeim of mikla virðingu. Veðrið og aðstæður munu kannski hafa þannig áhrif á leikinn að menn geta ekki spilað sinn vanalega fótbolta. Það riðlar okkar skipulagi og þeirra. Við þurfum að nýta okkur veikleika í þeirra leik."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner