Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 14. september 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ásgeir Sigurgeirs: Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast
Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er leikur sem við höfum beðið lengi eftir," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, þegar Fótbolti.net ræddi við hann í dag.

Á laugardaginn spilar KA við Víking í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Þetta er fyrsti úrslitaleikur KA síðan 2004 og það er mikil tilhlökkun innan félagsins og hjá stuðningsmönnum.

„Það er komin mikil tilhlökkun," segir Ásgeir en hefur biðin eftir leiknum verið löng?

„Já og nei. Það hefur verið nóg að gera í millitíðinni. Það voru hlutir sem maður gat gleymt sér við. Stemningin í félaginu er geggjuð. Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast. Við sjáum vonandi sem flesta Akureyringa á vellinum á laugardaginn."

KA missti af dögunum af sæti í efri hluta Bestu deildarinnar.

„Það voru auðvitað vonbrigði en við erum búnir að hrista það af okkur. Við stefnum á sigur á laugardaginn. Þetta er stærsti leikur ársins á Íslandi. Ef við vinnum leikinn, þá verður sumarið alltaf jákvætt," segir Ásgeir.

Andstæðingurinn á laugardaginn er ansi erfiður: Víkingar sem eru á toppi Bestu deildarinnar.

„Við þurfum bara að spila okkar leik og við megum ekki sýna þeim of mikla virðingu. Veðrið og aðstæður munu kannski hafa þannig áhrif á leikinn að menn geta ekki spilað sinn vanalega fótbolta. Það riðlar okkar skipulagi og þeirra. Við þurfum að nýta okkur veikleika í þeirra leik."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner