Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tonali: Ég vil hjálpa Brescia að halda sér í deildinni
Sandro Tonali
Sandro Tonali
Mynd: Getty Images
Massimo Cellino, forseti Brescia á Ítalíu, sagði frá því á dögunum að hann myndi ekki selja Sandro Tonali þó hann fengi 300 milljón evra tilboð í hann en leikmaðurinn hefur ekki áhyggjur af verðmiðanum.

Tonali, sem er 19 ára gamall, er lykilmaður í liði Brescia og átti stóran þátt í að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu.

Hann hefur byrjað leiktíðina vel í Seríu A en eftir frammistöðuna gegn Fiorentina í síðasta leik þá var settur 300 milljón evra verðmiði á leikmanninn.

„Ég elska Cellino mjög mikið og hann hefur mikið álit á mér. Hann er frábær persóna og ég vona að ævintýri okkar verði afar langt," sagði Tonali.

„Eftir leikinn gegn Fiorentina þá sagði hann að hann myndi ekki selja mig fyrir 300 milljónir evra en það hræðir mig ekki þó það sé há upphæð. Ég hef mikla trú á okkur á þessu tímabili og ég er ekkert að hugsa mér til hreyfings. Ég vil bara hjálpa Brescia að halda sér í deildinni," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner