Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   sun 15. janúar 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
„Samstarfið eins og það á að vera í nútímafótbolta"
Guðmundur, Helgi og Heimir.
Guðmundur, Helgi og Heimir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Hreiðarsson.
Guðmundur Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, fékk sér sæti með þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í Kína. Óskar spjallaði við Heimi Hallgrímsson og aðstoðarmenn hans, Helga Kolviðsson og Guðmund Hreiðarsson.

Fyrsti hluti spjallsins var birtur í gær en í öðrum hlutanum er rætt um samstarf þeirra þriggja. Í þriðja hlutanum segir Guðmundur frá starfi sínu sem markvarðaþjálfari en sá hluti er neðst í þessari frétt.

„Við Gummi höfum unnið saman í fimm ár og ég held að það séu mjög skýrt hvernig við vinnum hlutina með markverðina. Svo kemur Helgi inn og er svolítið að fara í þetta hlutverk sem ég var með þegar ég var með Lars. Við höfum allir sitthvora hæfileikana og þetta er enn að þróast. Við erum alltaf að reyna að gera hlutina betur," segir Heimir um samstarfið.

Hann segir að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað Guðmundur markvarðaþjálfari hefur gert fyrir íslenskan fótbolta.

„Gummi er að kenna markvarðaþjálfurum hjá UEFA svo hægt sé að setja það í samhengi hvar hann er staddur í sinni þekkingu. Hann er nánast að vinna þetta í sjálfboðavinnu fyrir íslenskan fótbolta og ég held að menn fatti ekki hversu góður starfskraftur hann er. Það er heiður fyrir íslenskan fótbolta hvað hann nennir að leggja á sig til að búa til fleiri markmenn."

Forréttindi að vinna með Heimi og Helga
Guðmundur fær sína rödd í teyminu eins og hann lýsir sjálfur:

„Það sem gerir vinnuna skemmtilegri er að ég er ekki bara úti í horni. Ég fæ að taka þátt, ég fæ að vera með í leikgreiningu og uppsetningu á fundum og fæ að hafa skoðun. Mín skoðun er stundum ekki endilega rétt en við erum allir sammála á endanum þegar búið er að ákveða hvaða leik eigi að fara. Þetta samstarf er eins og það á að vera í nútímafótbolta. Það tekur langan tíma að verða svona hjá öðrum liðum en það eru forréttindi fyrir mig að vinna með þessum mönnum," segir Guðmundur.

Í spilaranum hér að neðan talar Guðmundur um starf sitt fyrir UEFA varðandi markvarðaþjálfun.

Um Helga Kolviðsson segir Heimir:

„Helgi er einn af fáum íslenskum þjálfurum sem hafa þjálfað erlendis. Það er gott fyrir okkur Gumma að fá mann með alþjóðlega reynslu. Það er aðeins öðruvísi hugsun sem er gott að fá í þennan hóp," segir Heimir en í innslaginu að ofan segir Helgi meðal annars frá því hvernig hann kom inn í þjálfarateymið.



Sjá einnig:
1. hluti: „Áberandi að við eigum marga spennandi leikmenn"
Athugasemdir
banner
banner
banner