Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   fös 15. janúar 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford: Mourinho kenndi okkur að fiska vítaspyrnur
Jose Mourinho hefur verið duglegur að kvarta undan því hversu margar vítaspyrnur Manchester United virðist fá miðað við önnur lið.

Rauðu djöflarnir hafa unnið gífurlega margar vítaspyrnur undanfarin ár og segir Marcus Rashford að Mourinho geti kvartað eins og hann vill, en það hafi verið hann sjálfur sem kenndi leikmönnum Man Utd að láta sig detta innan teigs.

„Áður fyrr fengum við ekki svona mikið af vítaspyrnum, þegar Jose var hérna þá man ég eftir fimm eða sex skiptum sem ég átti að fá vítaspyrnu en fékk ekki," sagði Rashford.

„Það var Jose sem útskýrði fyrir okkur að við ættum að vera gáfaðir innan vítateigs og haga okkur rétt til að fá sem mest út úr stöðunni."

Það hefur ekkert lið fengið fleiri vítaspyrnur heldur en Man Utd, 27 talsins, síðan Ole Gunnar Solskjær tók við í desember 2018. Rashford hefur sjálfur unnið 11 spyrnur fyrir Man Utd, þar af 8 undir stjórn Solskjær.

Á síðustu leiktíð bættu Rauðu djöflarnir úrvalsdeildarmet yfir flestar vítaspyrnur á einu tímabili þegar þeir fengu 14 spyrnur dæmdar. Á þessari leiktíð hefur Man Utd fengið dæmdar 11 vítaspyrnur í öllum keppnum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner