Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 15. apríl 2019 18:25
Brynjar Ingi Erluson
Aðstoðarþjálfari Leipzig tekur við Salzburg í sumar (Staðfest)
Jesse Marsch fer til Austurríkis í sumar
Jesse Marsch fer til Austurríkis í sumar
Mynd: Getty Images
Jesse Marsch, aðstoðarþjálfari RB Leipzig í Þýskalandi, mun taka við austurríska liðinu Salzburg í sumar en félögin staðfestu þetta í dag.

Marsch þekkir vel til hjá liðum Red Bull en hann var aðalþjálfari New York-liðsins sem vann MLS-deildina árið 2015.

Hann hefur verið að aðstoða Ralf Rangnick hjá Leipzig í Þýskalandi á þessari leiktíð en fær nýtt hlutverk eftir tímabilið.

Marco Rose, sem hefur þjálfað Salzburg í Austurríki, mun taka við Borussia Monchengladbach í sumar og losnaði því staðan en Marsch tekur við af honum.

Red Bull liðin hafa verið þekkt fyrir það að framleiða frábæra knattspyrnumenn síðustu ár og hefur Rangnick verið maðurinn á bakvið hugmyndafræði félaganna.
Athugasemdir
banner
banner
banner