Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 15. apríl 2024 18:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Haddi: Erfi þetta ekki neitt við Heimi - Tveir sem eru ekki í myndinni á næstunni
,,Hann gerir mistök eins og aðrir"
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er ekkert stórmál, hann er okkar aðalmarkmaður og hann gerir mistök eins og aðrir, bara spurning hvernig maður dílar við þau.'
'Þetta er ekkert stórmál, hann er okkar aðalmarkmaður og hann gerir mistök eins og aðrir, bara spurning hvernig maður dílar við þau.'
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jakob Snær meiddur og verður ekkert með á næstunni.
Jakob Snær meiddur og verður ekkert með á næstunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við ætlum að halda áfram að gera vel þar, fórum í úrslit í fyrra og undanúrslit þar áður. Er ekki bara að fara alla leið núna?
Við ætlum að halda áfram að gera vel þar, fórum í úrslit í fyrra og undanúrslit þar áður. Er ekki bara að fara alla leið núna?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Ég fékk það staðfest frá dómara að þetta sé brot í markinu hjá HK.'
'Ég fékk það staðfest frá dómara að þetta sé brot í markinu hjá HK.'
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
'Hann þarf að fara rólega af stað og ég er ekki með tímaramma á honum'
'Hann þarf að fara rólega af stað og ég er ekki með tímaramma á honum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í uppbótartíma í leik KA og FH á laugardaginn þegar þjálfarnir Hallgrímur Jónasson og Heimir Guðjónsson áttu í orðaskiptum. Hallgrímur var ósáttur við tafir FH-inga.
   13.04.2024 22:25
Heimir fékk gult eftir að hafa látið Hallgrím gjörsamlega heyra það

„Vá hvað þetta er asnalegt að haga sér svona," sagði Hallgrímur. Heimir svaraði svo: „Ertu að fokking djóka þarna? Búinn að rífa kjaft allan leikinn. Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft."

Fótbolti.net ræddi í dag við Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfara FH, og einnig var rætt við Hallgrím.

Kom þér á óvart hvernig Heimir svaraði þér?

„Nei nei. Heimir er toppmaður frá A-Ö og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Ég átti gott spjall við hann fyrir leik og við tókumst í hendur eftir leik. Það var bara lítið eftir, við vorum að tapa á heimavelli og ekkert sáttir. Það voru ýmis trix þarna og í lokin, það kom skipting og smá trix í henni líka. Mér fannst það asnalegt. Heimir var líka í sínu stressmómenti og sagði eitthvað við mig. Maður erfir það ekki neitt eftir leik, þetta var bara mjög eðlilegt, lítið eftir leiknum. Ég ber mikla virðingu fyrir Heimi og ætla ekki að gera úlfalda úr mýflugu í þessu máli, bara tveir keppnismenn og við skildum bara sáttir," sagði Haddi.

Ekki mistök gegn HK en Jajalo hefði viljað gera betur í sigurmarki FH
Haddi var einnig spurður út í markvörðinn sinn Kristijan Jajalo sem hefði átt að gera betur í þriðja marki FH. Einhverjir stuðningsmenn KA eru ekkert alltof kátir með markvörðinn og hafa kallað eftir breytingum.


„Ég fékk það staðfest frá dómara að þetta sé brot í markinu hjá HK. Það þarf ekkert að ræða það meira. Ég var svo sem ekkert handviss á staðnum og dómarinn dæmdi ekki brot og ég er ekki að álasa hann, dæmdi það sem hann taldi réttast. Ég lít ekki á það sem mistök eftir að við skoðun á atvikinu kemur í ljós að þetta sé brot."

„Ég er búinn að spjalla við Jajalo og hann hefði alveg viljað taka þennan bolta í þriðja marki FH. Hann hefði viljað gera betur þar. Það er eðlilegt einhvern tímann að markmaður vilji gera betur, við fengum á okkur þrjú mörk í leiknum og það voru fleiri sem gerðu mistök. Akkúrat í þessu mómenti, með augum þjálfarans þegar ég skora markið, þá eru fleiri sem gera mistök. Þetta er ekkert stórmál, hann er okkar aðalmarkmaður og hann gerir mistök eins og aðrir, bara spurning hvernig maður dílar við þau. Fyrir utan þetta atvik þá stóð hann sig frábærlega í leiknum, spilar góðan leik en hefði viljað gera betur þarna."


Skapað nóg af færum en ekki náð að nýta þau
KA hefur fengið nóg af færum í leikjunum tveimur, liðið átti tíu skot á markið gegn HK og sex gegn FH. xG upp á rúmlega 4,5 samanlagt.

„Við hefðum getað skorað ansi mörk í fyrsta leiknum og erum að spila vel í vissum hlutum, en það eru vissir hlutir sem við þurfum að gera betur. Að fá á sig þrjú mörk á heimavelli er ekki vænlegt til árangurs. Sóknarlega erum við að spila vel, komast í flottar stöður og komast í fullt af færum. Því miður höfum við ekki verið að klára þau. Ég held að það sjái það allir. Við finnum að við erum að spila vel. Það eru búnir tveir leikir, við öndum með nefinu og höldum áfram."

Undanúrslit - úrslit - bikarmeistaratitill?
KA á framundan tvo heimaleiki, fyrst gegn Vestra um næstu helgi og svo gegn ÍR í bikarnum í næstu viku.

„Það er alltaf frábært að fá heimaleik í bikarnum. Við ætlum að halda áfram að gera vel þar, fórum í úrslit í fyrra og undanúrslit þar áður. Er ekki bara að fara alla leið núna?"

Tveir sem eru ekki í myndinni á næstunni
Hvernig er standið á mönnum í hópnum?

„Þessir sem hafa verið tæpir eru orðnir leikfærir, bara spurning um mínútufjölda. Því miður eru ekki góðar fréttir af Jakobi (Snæ Árnasyni), hann er með brot í hryggjarlið og verður frá í einhvern tíma. Eins með Grímsa (Hallgrím Mar Steingrímsson), það er óvissa með hann, fer að byrja að hreyfa sig núna eftir veikindin. Hann þarf að fara rólega af stað og ég er ekki með tímaramma á honum. Þeir eru ekkert inni í myndinni alveg á næstunni."

„Aðrir eru annað hvort heilir eða að komast í betra og betra stand. Elfar Árni (Aðalsteinsson) tognaði aftan í læri fyrir mót og þess vegna spilaði hann lítið í fyrsta leik en byrjaði síðasta leik, hann er kominn í gott stand,"
sagði Haddi.
Athugasemdir
banner
banner