mið 15. júlí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina
Kjartan Henry spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næsta ári
Kjartan Henry spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næsta ári
Mynd: Getty Images
Kjartan Henry Finnbogason og félagar hans í danska liðinu Vejle tryggðu sig upp í dönsku úrvalsdeildina með því að vinna Nykobing 1-0 í gær.

Kjartan hefur verið einn besti leikmaður B-deildarinnar en hann er markahæstur með 17 mörk og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins.

Hann var eins og venjulega í byrjunarlið Vejle í gær en fór af velli á 86. mínútu leiksins.

Liðið er meistari þegar tvær umferðir eru eftir en liðið þurfti aðeins eitt stig til þess að tryggja titilinn.

„Það er óþolandi að skora ekki en ég ætla ekki að gera það að hefð. Við höfum verið ótrúlegir síðustu þrettán mánuði," sagði Kjartan við TV3 í gær.

„Ég man þegar við fluttum hingað á síðasta ári. Ég hafði verið hjá klúbbnum í þrjá mánuði og ég var öskrandi. Það er önnur tilfnning núna og ég er svo ánægður að ég ákvað vera hér og gat hjálpað liðinu upp í deild þeirra bestu," sagið hann í lokin.

Kjartan átti í basli með að opna kampavínsflöskuna í leikslok en hann reyndi við það í miðju viðtali. Myndband af því má sjá hér að neðan en er þó aðeins aðgengilegt ef viðkomandi er í Danmörku eða notast við VPN-þjónustu.

Kampavínsviðtalið á TV3


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner