Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mán 15. ágúst 2022 22:16
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Mjög skrýtið að þessi leikur hafi endað 0-0
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það voru mörg færi á báða bóga og mjög skrýtið að þessi leikur hafi endað 0-0 miðað við færin sem liðin voru að skapa. 0-0 er aldrei skemmtilegt en bæði lið komu til að vinna og bæði lið voru að sækja. Þetta var voðlega mikið fram og til baka og lítill stöðugleiki í þessum leik.“Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um leikinn þegar Keflavík og KR gerðu 0-0 jafntefli í Keflavík fyrr í fyrr í kvöld

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 KR

Jafnteflið gerir það að verkum að KR er í bílstjórasætinu um 6.sæti Bestu deildarinnar og þar með sæti í efri hluta deildarinnar þegar skipt verður. Einföld staða en kannski ekki sú sem KR sem félag vill vera í?

„Nei en það er bara staðan í dag og við vinnum bara útfrá henni. Þá er gott að halda þeim þessum þremur stigum fyrir aftan okkur svo er að sjá hvað Fram gerir. Þeir geta bæst í þennan hóp liða sem eru að berjast um topp sex en það er ennþá fullt af stigum í pottinum og fullt af leikjum eftir áður en að mótinu
verður skipt.“


Framundan hjá KR er leikur gegn Víkingum í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag. Stutt á milli leikja og enn nokkuð um forföll hjá KR en um það sagði Rúnar.

„Það er tilkomið út af mörgum meiðslum sem við erum í og svo eru tveir í leikbanni í dag. Við erum dálítið fáliðaðir og það er erfitt að gera breytingar og erfitt að hreyfa liðið en við fáum tvo inn úr banni fyrir næsta leik í bikar og svo eru menn eitthvað að skríða saman úr meiðslum.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner