Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   mán 15. ágúst 2022 22:16
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Mjög skrýtið að þessi leikur hafi endað 0-0
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það voru mörg færi á báða bóga og mjög skrýtið að þessi leikur hafi endað 0-0 miðað við færin sem liðin voru að skapa. 0-0 er aldrei skemmtilegt en bæði lið komu til að vinna og bæði lið voru að sækja. Þetta var voðlega mikið fram og til baka og lítill stöðugleiki í þessum leik.“Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um leikinn þegar Keflavík og KR gerðu 0-0 jafntefli í Keflavík fyrr í fyrr í kvöld

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 KR

Jafnteflið gerir það að verkum að KR er í bílstjórasætinu um 6.sæti Bestu deildarinnar og þar með sæti í efri hluta deildarinnar þegar skipt verður. Einföld staða en kannski ekki sú sem KR sem félag vill vera í?

„Nei en það er bara staðan í dag og við vinnum bara útfrá henni. Þá er gott að halda þeim þessum þremur stigum fyrir aftan okkur svo er að sjá hvað Fram gerir. Þeir geta bæst í þennan hóp liða sem eru að berjast um topp sex en það er ennþá fullt af stigum í pottinum og fullt af leikjum eftir áður en að mótinu
verður skipt.“


Framundan hjá KR er leikur gegn Víkingum í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag. Stutt á milli leikja og enn nokkuð um forföll hjá KR en um það sagði Rúnar.

„Það er tilkomið út af mörgum meiðslum sem við erum í og svo eru tveir í leikbanni í dag. Við erum dálítið fáliðaðir og það er erfitt að gera breytingar og erfitt að hreyfa liðið en við fáum tvo inn úr banni fyrir næsta leik í bikar og svo eru menn eitthvað að skríða saman úr meiðslum.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner