„Það var þægilegt að ná klára þetta með skemmtilegu marki seint í leiknum, mér líður mjög vel." Segir Óli Valur Ómarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir 1-0 sigur á Vestra í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Vestri
Óli Valur fór nokkrum sinnum illa með Vestramenn í vörninni en vantaði oft upp á lokahnykkinn.
„Þetta gekk fínt, ég náði að keyra á menn og koma okkur í fínar stöður en þetta bara gekk ekki alveg og þess vegna var fínt að klára þetta í lokin.
Þetta var lokaleikurinn fyrir tvískiptingu þar sem hörð baráttu um Evrópusæti er framundan.
„Við erum búnir að vinna okkur upp töfluna og eigum bullandi séns á Evrópu og við stefnum á það og vinnum að því."
Óli Valur kom heim að láni frá Sirius fyrir tímabilið og hefur staðið sig vel.
„Ég er búinn að spila margar stöður og verið meiddur en ég hef náð að vinna fyrir liðið og finnst ég hafa staðið mig vel."
Athugasemdir