Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fös 15. nóvember 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur í La Liga ekki spilaður í Miami
Talið var líklegt að leikur Villarreal og Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, á þessu tímabili yrði færður til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Miami. Af því verður ekki.

Spænska úrvalsdeildin vildi flytja leikinn til Bandaríkjanna, en spænska knattspyrnusambandið var mótallið hugmyndinni.

Bæði Atletico og Villarreal voru sögð tilbúin að færa leikinn til Norður-Ameríku og sóttist La Liga eftir leyfi. Dómur féll í dómsal í Madríd í dag, en þar neitaði Moises Guillamon tillögu La Liga.

Leikurinn verður spilaður á Estadio de la Ceramica, heimavelli Villarreal, í desember.

Forráðamenn La Liga vilja gera deildina vinsælli í Bandaríkjunum og á síðasta tímabili munaði litlu að leikur Barcelona og Girona yrði færður þangað.

La Liga hefur ekki gefist upp og verður réttað aftur í málinu í febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner