sun 16. janúar 2022 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea hefur áhuga á Kurzawa
Layvin Kurzawa.
Layvin Kurzawa.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur áhuga á því að fá vinstri bakvörðinn Layvin Kurzawa á láni frá Paris Saint-Germain.

Þetta kemur fram hjá Sky Sports. Franski fjölmiðillinn RMC segir að Chelsea sé í viðræðum við PSG um að fá leikmanninn á láni.

Ben Chilwell, vinstri bakvörður Chelsea, er meiddur og mun væntanlega ekki spila meira á þessu tímabili.

Marcos Alonso er því eini náttúrulegi vinstri bakvörðurinn í aðalliðinu í augnablikinu. Chelsea er því að skoða að fá annan vinstri bakvörð í þessum mánuði.

Kurzawa er möguleiki þar sem hann er ekki í stóru hlutverki hjá PSG og eru líkur á því að hann komi á láni út tímabilið til að veita Alonso samkeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner