Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fim 16. mars 2017 21:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Aukastig fyrir burst, tíu mínútna brottvísun og örlagaspjald
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við þurfum örlagaspjald eins og í hættuspilinu. Til dæmis jarðskjálfti, þú missir alla leikmennina í næsta leik,“ sagði Björn Bragi Arnarsson í sjónvarpþsætti Fótbolta.net í vikunnar en þar voru ræddar hugmyndir sem hægt væri að breyta í fótboltanum.

„Ég er með þá hugmynd að þú fáir aukastig ef þú vinnur með meira en þremur mörkum. Þú ert búinn að ná þremur stigum og vinnur til dæmis 4-0 þá færðu aukastig,“ sagði Hjálmar Örn Jóhannsson í þættinum.

„Þetta myndi setja pressu á Chelsea, sem er búið að vinna alltaf 1-0 og 2-1,“ sagði Jóhann Alfreð Kristinsson en hann kom einnig með tillögu tengda tillögu Hjálmars.

„Leikmaður skorar glæsilegt mark og það gæti verið dómnefnd sem velur mark helgarinnar. Mark helgarinnar fær svo auka mark og það gæti skilað sér í auka stigi jafnvel ef við höldum áfram með þetta.“

Jóhann Alfreð er einnig hrifinn af því að leikmenn geti verið reknir af velli í ákveðinn tíma. „Van Basten stakk upp á því um daginn að leikmenn fái appelsínugult spjald og fari út af í tíu mínútna kælingu. Það er handboltastemning í því,“ sagði Jóhann.

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni en þar komu ýmsar áhugaverðar hugmyndir fram.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Sjónvarpið: Tottenham vinnur pottþétt stóran titil
Athugasemdir
banner
banner