Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. apríl 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Björn Hlynur spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Björn Hlynur Haraldsson.
Björn Hlynur Haraldsson.
Mynd: Aðsend
Manchester City fer í bikarúrslit samkvæmt spánni.
Manchester City fer í bikarúrslit samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska landsliðsins, var með fimm rétta þegar hún spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku.

Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson spáir í leikina að þessu sinni en um er að ræða leiki í ensku úrvalsdeildinni, bikarnum og Championship.

Enska úrvalsdeildin

Everton 0 - 0 Tottenham (19:00 í kvöld)
Tvær sprungnar blöðrur. Engir áhorfendur. Ekkert.

Newcastle 0 - 3 West Ham (11:30 á morgun)
JL húsið með þrennu. Hamrarnir fara í CL. Eru eina liðið í deildinni sem eru betri án áhorfenda. Geta svo ekkert á næsta seasoni.

Wolves 0 - 0 Sheffield United (19:15 á morgun)
Leiðindi. Allir farnir að hugsa um að flatmaga í sumarfríinu á gerviströnd í Doha.

Arsenal 2 - 0 Fulham (12:30 á sunnudag)
Lacazette og sjálfsmark frá Fulham. Engir áhorfendur. Engin skemmtun. Það eru flest lið hætt að nenna þessu.

Manchester United 1 - 0 Burnley (15:00 á sunnudag)
Í hundleiðinlegum grannaslag. Man Utd með minnimáttarkennd en getur ekki annað en unnið þetta.

Leeds 1 - 0 Liverpool (19:00 á mánudag)
Flestir búnir að læra á Liverpool. Leeds pakka í vörn. Skora úr einu sókninni. Liverpool með boltann í 89 og hálfa mínútu en ná ekki skoti á markið. Gegenpressan komin með hlaupasting. Tími kominn á að versla einn norskan.

Enski bikarinn - Undanúrslit

Chelsea 0 - 2 Man City (16:30 á morgun)
Það á ekkert lið breik í Man-shitty. Hvað þá eftir sumarið þegar norski er mættur.

Leicester 1 - 0 Southampton (17:30 á morgun)
Leicester eru stóra von litlu liða heimsins. Vardy setur þetta. Fær sér svo einn pint of lager og poka af crisps.

Championship

Norwich 2 - 0 Bournemouth (19:00 á morgun)
Eru ekki grænu kanarifuglarnir að rústa þessu? Segjum 2-0 og Finninn skorar bæði(ef hann er ennþá þarna).

Brentford 2 - 1 Millwall (11:30 á morgun)
Heimamenn eru úr mínu gamla Ealing hverfi í London. Eru í fallegum rauð-hvítröndóttum búningum og í þónokkuð betri málum í deildinni en Millwall. Spái þeim 2-1 sigri.

Fyrri spámenn
Tómas Þór Þórðarson - 8 réttir
Haukur Harðarson - 7 réttir
Siggi Bond - 7 réttir
Auðunn Blöndal - 6 réttir (Einn frestaður)
Bjarni Þór Viðarsson - 6 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Gaupi - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Gunnar Birgisson - 4 réttir
Jón Jónsson - 4 réttir
Kristján Óli Sigurðsson - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir (einn frestaður)
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Brynjólfur Andersen Willumsson - 3 réttir
Egill Helgason - 3 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Villi í Steve Dagskrá - 3 réttir
Teitur Örlygsson - 2 réttir
Gunnar á völlum - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner