Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í Dr. Football, spáir í leikina í ensku úrvalsdeildinni að þessu sinni.
Wolves 0 -1 Arsenal
Max 1 mark skorað í þessum leik. Segjum 0-1 og Lacazette með markið.
Sheffield United 2 - 1 West Brom
Þetta er minnst spennandi leikur tímabilsins en það er nú eða aldrei fyrir Chris Wilder að ná í 3 stig. 2-1 og Big Sam drekkir sorgum sínum í stóru hvítvínsglasi.
Newcastle 1 - 0 Crystal Palace
Norðrinu er farið að dreyma aftur eftir góðan sigur á Everton. Palace sigla eins lygnan sjó og hægt er. 1-0 með sleggju frá Jonjo.
Manchester United 3 - 1 Southampton
Mínir með þurfa að skottast í gang eftir tvo ömurlega leiki. Cavani vaknar til lífsins og setur 2 eins og í fyrri leiknum. 3-1 heimasigur.
Fulham 1 - 1 Leicester
Brendan saknar Vardy verulega og Fulham hafa spilað ágætlega á köflum undanfarið. 1-1 í bragðdaufum leik.
Burnley 1 - 2 Manchester City
Ætti að verða göngutúr í garðinum fyrir City en BIG Berg setur þó sitt fyrsta mark í deildinni í vetur.
1-2 útisigur því miður.
Leeds 2 - 1 Everton
Ég er mjög hrifinn af spilamennsku Leeds. Voru frábærir um helgina og fylgja því eftir með sigri á lánlausum Everton mönnum sem eru með slakasta markmann deildarinnar. 2-1 heimasigur.
Liverpool 2 - 0 Brighton
Klopp vélin er því miður farin að malla og þetta verður þægilegur dagur á skrifstofunni hjá heimamönnum. 2-0 Salah og Firmino með mörkin.
Aston Villa 3 - 2 West Ham
Markaleikur hjá tveimur skemmtilegum liðum. 3-2 heimasigur með Grelish í aðalhlutverki.
Tottenham 1 - 2 Chelsea
Móri er búinn að ná að skapa eitrað andrúmsloft hjá Tottenham á mettíma og án Kane á hann ekki breik í Tommy boy og félaga. 1-2 og það styttist enn meira í ólinni hjá Móra.
Fyrri spámenn
Tómas Þór Þórðarson - 8 réttir
Haukur Harðarson - 7 réttir
Siggi Bond - 7 réttir
Auðunn Blöndal - 6 réttir (Einn frestaður)
Bjarni Þór Viðarsson - 6 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Gunnar Birgisson - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir (tveir frestaðir)
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Villi í Steve Dagskrá - 3 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 7 | 5 | 1 | 1 | 14 | 3 | +11 | 16 |
2 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
3 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
4 | Bournemouth | 7 | 4 | 2 | 1 | 11 | 8 | +3 | 14 |
5 | Man City | 7 | 4 | 1 | 2 | 15 | 6 | +9 | 13 |
6 | Crystal Palace | 7 | 3 | 3 | 1 | 9 | 5 | +4 | 12 |
7 | Chelsea | 7 | 3 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 11 |
8 | Everton | 7 | 3 | 2 | 2 | 9 | 7 | +2 | 11 |
9 | Sunderland | 7 | 3 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 11 |
10 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
11 | Newcastle | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 5 | +1 | 9 |
12 | Brighton | 7 | 2 | 3 | 2 | 10 | 10 | 0 | 9 |
13 | Aston Villa | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 7 | -1 | 9 |
14 | Fulham | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 11 | -3 | 8 |
15 | Leeds | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 | 11 | -4 | 8 |
16 | Brentford | 7 | 2 | 1 | 4 | 9 | 12 | -3 | 7 |
17 | Nott. Forest | 7 | 1 | 2 | 4 | 5 | 12 | -7 | 5 |
18 | Burnley | 7 | 1 | 1 | 5 | 7 | 15 | -8 | 4 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 7 | 0 | 2 | 5 | 5 | 14 | -9 | 2 |
Athugasemdir