Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 09. apríl 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Karólína Lea spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska landsliðsins, spáir í leiki helgarinnar í Englandi að þessu sinni.

Karólína verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Ítalíu í vináttuleik á morgun.



Fulham 1 - 1 Wolves (19:00 í kvöld)
Mitrovic kemur Fulham yfir snemma leiks en Adama Traore jafnar leikinn.

Manchester City 4 - 0 Leeds (11:30 á morgun)
Hápressa Bielsa gerir þetta auðvelt fyrir Guardiola og hans menn. De Bruyne skorar 2, Jesus og Foden skora eitt.

Liverpool 2 - 0 Aston Villa (14:00 á morgun)
Klopp og hans menn mæta vel gíraðir eftir tap í Meistaradeildinni og vinna Villa auðveldlega. Salah og Jota skora mörkin.

Crystal Palace 1 - 2 Chelsea (16:30 á morgun)
Skemmtilegur leikur þar sem Chelsea hefur yfirhöndina. Mount kemur Chelsea mönnum yfir, Eze jafnar leikinn en óvæntur Giroud klárar leikinn fyrir Chelsea menn.

Burnley 1 - 1 Newcastle (11:00 á sunnudag)
Leikur þar sem bæði lið þurfa 3 stig. Saint-Maximin kemur Newcastle mönnum yfir en Matej Vydra jafnar leikinn.

West Ham 3 - 2 Leicester (13:05 á sunnudag)
Skemmtilegur leikur sem býður upp á nóg af færum. JLingz, Antonio og Tomas Soucek skora fyrir West Ham á meðan Vardy og Tielemans skora fyrir Leicester.

Tottenham 1 - 2 Manchester United (15:30 á sunnudag)
Bruno leiðinlegur Fernandes kemur Utd yfir en Harry Kane jafnar metin. Maguire vinnur leikinn fyrir Utd með skallamarki.

Sheffield United 1 - 1 Arsenal (18:00 á sunnudag)
Arteta nær aðeins að krækja í stig á móti Sheffield mönnum. Lacazette kemur Arsenal yfir snemma leiks en Oli McBurnie jafnar leikinn.

WBA 2 - 1 Southampton (17:00 á mánudag)
Stóri Sam ætlar ekki að falla úr deildinni og tekur 3 stig úr þessum leik. Diagne og Pereira skora fyrir West Brom og Danny Ings fyrir Southamton.

Brighton 1 - 3 Everton (19:15 á mánudag)
Everton kemst í 3-0. Gylfi skorar úr víti og leggur svo upp fyrir vin sinn Richarlison. James Rodriguez skorar svo sleggju en Bissouma minnkar muninn.

Fyrri spámenn
Tómas Þór Þórðarson - 8 réttir
Haukur Harðarson - 7 réttir
Siggi Bond - 7 réttir
Auðunn Blöndal - 6 réttir (Einn frestaður)
Bjarni Þór Viðarsson - 6 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Gaupi - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Gunnar Birgisson - 4 réttir
Jón Jónsson - 4 réttir
Kristján Óli Sigurðsson - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir (einn frestaður)
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Brynjólfur Andersen Willumsson - 3 réttir
Egill Helgason - 3 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Villi í Steve Dagskrá - 3 réttir
Teitur Örlygsson - 2 réttir
Gunnar á völlum - 2 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir