Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. apríl 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís prjónar í frítímanum - „Kemur fólki á óvart"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil spenna í Svíþjóð fyrir því að sjá Sveindísi Jane Jónsdóttur í sænsku úrvalsdeildinni.

Hin 19 ára gamla Sveindís var besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra er hún hjálpaði Breiðablik að verða Íslandsmeistari. Hún vann sér einnig inn sæti í íslenska landsliðinu.

Eftir tímabilið á Íslandi gekk hún í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg en fyrst er hún á láni hjá Íslendingaliði Kristianstad í Svíþjóð.

Aftonbladet í Svíþjóð fékk aðeins að kynnast Sveindísi betur.

Hún segist spennt fyrir því að spila í Svíþjóð og fá fleiri erfiða leiki. Hún ætlar að hjálpa Kristianstad að berjast um sænska meistaratitilinn eftir að liðið hafnaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð.

Sveindís var spurð að því í viðtalinu hvað henni finnst gaman að gera þegar hún er ekki í fótbolta. „Ég elska að prjóna. Ég horfi á sjónvarpið og prjóna. Það er áhugamálið mitt utan fótboltans. Mér finnst það mjög skemmtilegt en það kemur fólki á óvart þegar það heyrir það."

Sænska úrvalsdeildin hefst um helgina og það er mikill fjöldi Íslendinga í deildinni.

Sjá einnig:
Tvær íslenskar á meðal þeirra bestu - Glódís sú mikilvægasta?
Athugasemdir
banner
banner
banner