Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 16. apríl 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Voru Framarar að kenna dómaranum um tapið?
Af Facebook síðu Fram í gær.
Af Facebook síðu Fram í gær.
Mynd: Fram
Jóhann Ingi í spjaldafimi í Úlfarsárdalnum í gær.
Jóhann Ingi í spjaldafimi í Úlfarsárdalnum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann 0 - 1 útisigur á Fram í Bestu-deild karla í gærkvöldi og að leik loknum var ljóst að Framarar voru mjög ósáttir við dómarateymið og bauluðu á þá þegar þeir gengu af velli á Lambhagavellinum í Úlfarsárdalnum.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Jóhann Ingi Jónsson dæmdi leikinn í gær og hafði í nægu að snúast, lyfti gula spjaldinu 9 sinnum og menn voru ekki á eitt sáttir með hvernig vafaatriðin féllu.

Svo ósáttir voru heimamenn að þegar félagið Fram birti færslu á samfélagsmiðlum sínum eftir leikinn í gær var sagt frá úrslitum leiksins og í stað þess að skreyta með fallegri mynd af leikmönnum liðsins fylgdi mynd af dómaraflautu eins og sjá má meðfylgjandi og að neðan.

Sölvi Haraldsson skrifaði um leikinn fyrir Fótbolta.net í gær og gaf Jóhanni Inga falleinkunn, þrjá í einkunn og setti hann í vondan dag þar sem hann skrifaði:

„Verð því miður eins leiðinlegt og mér finnst að ræða dómara að velja Jóhann Inga. Alls ekki vel dæmdur leikur. Alltof mikið flautað. Línan var mjög furðuleg með spjöld, eins og hún hefur kannski verið í upphafi móts og stórar ákvarðanir sem hann tekur í kvöld voru ekki réttar. Markið átti að standa hjá Alexi og Framarar áttu að fá vítaspyrnu í lokin að mínu mati."


Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner