Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   þri 16. maí 2023 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Kristján Guðmunds: Ákveðið gegnumbrot að vinna þennan leik
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tóku á móti Valskonum í stórslag 4.umferðar Bestu deildar kvenna á Samsungvellinum í kvöld.

Stjörnukonur voru fyrir leikinn þremur stigum frá Val og máttu illa við því að missa þær enn lengra frá sér en Stjörnukonur sýndu styrk sinn í kvöld með því að leggja Val af velli sannfærandi.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Valur

„Mjög góður sigur. Ég held að við höfum ekki unnið þær hérna heima núna í nokkur ár allavega eftir að ég mætti á svæðið þannig þetta er ákveðið gegnumbrot að vinna þennan leik." Sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

„Ég var ekki alveg viss hvernig liðið myndi koma inn í leikinn, ég var einmitt spurður að þessari spurningu fyrir leikinn hvaða tilfiningu ég hefði fyrir þessu, það er að segja hvar leikmennirnir væru staddir í því að fara inn í þennan leik og ég áttaði mig ekki á því hvar leikmannahópurinn og hugur þeirra var og við reyndum að setja allt upp þjálfarateymið þannig að leikurinn yrði góður og mér fannst bara eins og stelpurnar útfærðu leikinn mjög vel gert og ég er með sömu tilfiningu og þú allavega svona strax eftir leikinn að við vorum alveg í stjórn í fyrri hálfleik."

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir kom inn í lið Stjörnunnar í dag og átti stóran þátt í fyrra markinu og skoraði svo það síðara.

„Við biðjum alltaf um alveg endalaust frá Úlfu Dís og hún svarar alltaf kallinu og hún er alveg einstakur leikmaður, er nýkominn heim og tók tvær æfingar alveg með trompi þannig það var eiginlega ekkert annað hægt en að hún kæmi inn í liðið og frískaði aðeins upp á þetta."

Nánar er rætt við Kristján Guðmundsson þjálfara Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner