Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 16. maí 2023 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Kristján Guðmunds: Ákveðið gegnumbrot að vinna þennan leik
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tóku á móti Valskonum í stórslag 4.umferðar Bestu deildar kvenna á Samsungvellinum í kvöld.

Stjörnukonur voru fyrir leikinn þremur stigum frá Val og máttu illa við því að missa þær enn lengra frá sér en Stjörnukonur sýndu styrk sinn í kvöld með því að leggja Val af velli sannfærandi.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Valur

„Mjög góður sigur. Ég held að við höfum ekki unnið þær hérna heima núna í nokkur ár allavega eftir að ég mætti á svæðið þannig þetta er ákveðið gegnumbrot að vinna þennan leik." Sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

„Ég var ekki alveg viss hvernig liðið myndi koma inn í leikinn, ég var einmitt spurður að þessari spurningu fyrir leikinn hvaða tilfiningu ég hefði fyrir þessu, það er að segja hvar leikmennirnir væru staddir í því að fara inn í þennan leik og ég áttaði mig ekki á því hvar leikmannahópurinn og hugur þeirra var og við reyndum að setja allt upp þjálfarateymið þannig að leikurinn yrði góður og mér fannst bara eins og stelpurnar útfærðu leikinn mjög vel gert og ég er með sömu tilfiningu og þú allavega svona strax eftir leikinn að við vorum alveg í stjórn í fyrri hálfleik."

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir kom inn í lið Stjörnunnar í dag og átti stóran þátt í fyrra markinu og skoraði svo það síðara.

„Við biðjum alltaf um alveg endalaust frá Úlfu Dís og hún svarar alltaf kallinu og hún er alveg einstakur leikmaður, er nýkominn heim og tók tvær æfingar alveg með trompi þannig það var eiginlega ekkert annað hægt en að hún kæmi inn í liðið og frískaði aðeins upp á þetta."

Nánar er rætt við Kristján Guðmundsson þjálfara Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner