Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
   þri 16. maí 2023 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Kristján Guðmunds: Ákveðið gegnumbrot að vinna þennan leik
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tóku á móti Valskonum í stórslag 4.umferðar Bestu deildar kvenna á Samsungvellinum í kvöld.

Stjörnukonur voru fyrir leikinn þremur stigum frá Val og máttu illa við því að missa þær enn lengra frá sér en Stjörnukonur sýndu styrk sinn í kvöld með því að leggja Val af velli sannfærandi.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Valur

„Mjög góður sigur. Ég held að við höfum ekki unnið þær hérna heima núna í nokkur ár allavega eftir að ég mætti á svæðið þannig þetta er ákveðið gegnumbrot að vinna þennan leik." Sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

„Ég var ekki alveg viss hvernig liðið myndi koma inn í leikinn, ég var einmitt spurður að þessari spurningu fyrir leikinn hvaða tilfiningu ég hefði fyrir þessu, það er að segja hvar leikmennirnir væru staddir í því að fara inn í þennan leik og ég áttaði mig ekki á því hvar leikmannahópurinn og hugur þeirra var og við reyndum að setja allt upp þjálfarateymið þannig að leikurinn yrði góður og mér fannst bara eins og stelpurnar útfærðu leikinn mjög vel gert og ég er með sömu tilfiningu og þú allavega svona strax eftir leikinn að við vorum alveg í stjórn í fyrri hálfleik."

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir kom inn í lið Stjörnunnar í dag og átti stóran þátt í fyrra markinu og skoraði svo það síðara.

„Við biðjum alltaf um alveg endalaust frá Úlfu Dís og hún svarar alltaf kallinu og hún er alveg einstakur leikmaður, er nýkominn heim og tók tvær æfingar alveg með trompi þannig það var eiginlega ekkert annað hægt en að hún kæmi inn í liðið og frískaði aðeins upp á þetta."

Nánar er rætt við Kristján Guðmundsson þjálfara Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner