
Hektor Bergmann Garðarsson, leikmaður Kára, ræddi við Fótbolta.net eftir bikarleik Kára gegn Stjörnunni í kvöld. Maraþonleikur í Akraneshöllinni sem endaði með sigri Stjörnunnar í vítaspyrnukeppni. Þetta hafði markaskorarinn Hektor að segja:
Lestu um leikinn: Kári 3 - 6 Stjarnan
„Þetta er besta tilfinning í heimi, að skora og fagna með öllum, ég elska þetta."
„Að sjá alla í stúkunni, það er besta tilfinning í heimi, ég vil meira svona, vil að allir mæti í sumar. Meira takk."
„Planið var að vera með orku, koma inn í leikinn og rústa honum, vera með hávaða, það er bergmál inni í höllinni."
„Þetta er vígið okkar, við erum að spila á móti liði sem er í efri deild, við eigum alltaf meiri séns (hér inni) - finnst eins og við séum alltaf betri. Í dag unnum við næstum Stjörnuna."
„Ég hafði mikla trú á því að við myndum klára þennan leik, en við vorum mjög óheppnir í vítóinu, klúðruðum tveimur vítum, ég öðru af þeim. Þetta er bara svona, það er bara næsti leikur á sunnudaginn," sagði Hektor.
Kári er í 2. deild eftir að hafa unnið 3. deildina í fyrra. Stjarnan er í Bestu deildinni.
Athugasemdir