Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fim 15. maí 2025 02:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Hektor Bergmann og faðir hans, Garðar Gunnlaugsson.
Hektor Bergmann og faðir hans, Garðar Gunnlaugsson.
Mynd: Kári
Hektor Bergmann Garðarsson, leikmaður Kára, ræddi við Fótbolta.net eftir bikarleik Kára gegn Stjörnunni í kvöld. Maraþonleikur í Akraneshöllinni sem endaði með sigri Stjörnunnar í vítaspyrnukeppni. Þetta hafði markaskorarinn Hektor að segja:

Lestu um leikinn: Kári 3 -  6 Stjarnan

„Þetta er besta tilfinning í heimi, að skora og fagna með öllum, ég elska þetta."

„Að sjá alla í stúkunni, það er besta tilfinning í heimi, ég vil meira svona, vil að allir mæti í sumar. Meira takk."

„Planið var að vera með orku, koma inn í leikinn og rústa honum, vera með hávaða, það er bergmál inni í höllinni."

„Þetta er vígið okkar, við erum að spila á móti liði sem er í efri deild, við eigum alltaf meiri séns (hér inni) - finnst eins og við séum alltaf betri. Í dag unnum við næstum Stjörnuna."

„Ég hafði mikla trú á því að við myndum klára þennan leik, en við vorum mjög óheppnir í vítóinu, klúðruðum tveimur vítum, ég öðru af þeim. Þetta er bara svona, það er bara næsti leikur á sunnudaginn,"
sagði Hektor.

Kári er í 2. deild eftir að hafa unnið 3. deildina í fyrra. Stjarnan er í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner