Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   þri 16. júlí 2019 20:37
Ester Ósk Árnadóttir
Gregg: Sýndum mikinn karakter í seinni hálfleik
Gregg var ánægður með Rick í dag sem skoraði bæði mörk Þór
Gregg var ánægður með Rick í dag sem skoraði bæði mörk Þór
Mynd: Þór
„Þetta var erfiður leikur en við sýndum mikinn karakter sérstaklega í seinni hálfleik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það," sagði Gregg eftir 2-1 sigur á móti Njarðvík í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Njarðvík

Þór spilaði fyrri hálfleikinn undir getu.

„Fyrri hálfleikur var ekki okkar besti, staðan var 1-1 í hálfleik. Liðið getur kannski ekki alltaf verið frábært en eins og ég sagði áður þá sýndu strákarnir mikinn karakter í seinni hálfleik."

Heimamenn skoruðu strax í upphafi seinni hálfleiks.

„Við komum mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Við byrjuðum seinni háfleikinn eins og ég vildi byrja fyrri hálfleikinn. Seinna markið var risastórt fyrir okkur."

Meiðslalistin hjá Þór sem var heldur langur er farinn að styttast.

„Það er alltaf virkilega gott að fá góða leikmenn til baka úr meiðslum og vonandi getum við valið úr öllum leikmannahópnum í næsta leik. Leikmennirnir sem hafa komið til okkar í glugganum hafa líka staðið sig mjög vel."

Rick Ten Voorde skoraði bæði mörk Þór í dag.

„Hann hefur mikið verið að spila á kantinum en vil spila í gegnum miðjuna og við sáum það í dag hvers vegna. Hann skoraði í dag og vonandi eigum við eftir að fá fleiri mörk frá honum."

Næsti leikur Þórs er á móti Aftureldingu á útivelli.

„Allir leikir eru erfiðir. Leikurinn í dag var virkilega erfiður. Njarðvík hefur bætt sinn leik síðan við mætum þeim síðast og eiga skilið kredit fyrir það. Það er engir auðveldir leikir, við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik og vinna hann."

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir