Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   þri 16. júlí 2019 20:37
Ester Ósk Árnadóttir
Gregg: Sýndum mikinn karakter í seinni hálfleik
Gregg var ánægður með Rick í dag sem skoraði bæði mörk Þór
Gregg var ánægður með Rick í dag sem skoraði bæði mörk Þór
Mynd: Þór
„Þetta var erfiður leikur en við sýndum mikinn karakter sérstaklega í seinni hálfleik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það," sagði Gregg eftir 2-1 sigur á móti Njarðvík í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Njarðvík

Þór spilaði fyrri hálfleikinn undir getu.

„Fyrri hálfleikur var ekki okkar besti, staðan var 1-1 í hálfleik. Liðið getur kannski ekki alltaf verið frábært en eins og ég sagði áður þá sýndu strákarnir mikinn karakter í seinni hálfleik."

Heimamenn skoruðu strax í upphafi seinni hálfleiks.

„Við komum mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Við byrjuðum seinni háfleikinn eins og ég vildi byrja fyrri hálfleikinn. Seinna markið var risastórt fyrir okkur."

Meiðslalistin hjá Þór sem var heldur langur er farinn að styttast.

„Það er alltaf virkilega gott að fá góða leikmenn til baka úr meiðslum og vonandi getum við valið úr öllum leikmannahópnum í næsta leik. Leikmennirnir sem hafa komið til okkar í glugganum hafa líka staðið sig mjög vel."

Rick Ten Voorde skoraði bæði mörk Þór í dag.

„Hann hefur mikið verið að spila á kantinum en vil spila í gegnum miðjuna og við sáum það í dag hvers vegna. Hann skoraði í dag og vonandi eigum við eftir að fá fleiri mörk frá honum."

Næsti leikur Þórs er á móti Aftureldingu á útivelli.

„Allir leikir eru erfiðir. Leikurinn í dag var virkilega erfiður. Njarðvík hefur bætt sinn leik síðan við mætum þeim síðast og eiga skilið kredit fyrir það. Það er engir auðveldir leikir, við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik og vinna hann."

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner