Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 16. júlí 2019 20:37
Ester Ósk Árnadóttir
Gregg: Sýndum mikinn karakter í seinni hálfleik
Gregg var ánægður með Rick í dag sem skoraði bæði mörk Þór
Gregg var ánægður með Rick í dag sem skoraði bæði mörk Þór
Mynd: Þór
„Þetta var erfiður leikur en við sýndum mikinn karakter sérstaklega í seinni hálfleik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það," sagði Gregg eftir 2-1 sigur á móti Njarðvík í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Njarðvík

Þór spilaði fyrri hálfleikinn undir getu.

„Fyrri hálfleikur var ekki okkar besti, staðan var 1-1 í hálfleik. Liðið getur kannski ekki alltaf verið frábært en eins og ég sagði áður þá sýndu strákarnir mikinn karakter í seinni hálfleik."

Heimamenn skoruðu strax í upphafi seinni hálfleiks.

„Við komum mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Við byrjuðum seinni háfleikinn eins og ég vildi byrja fyrri hálfleikinn. Seinna markið var risastórt fyrir okkur."

Meiðslalistin hjá Þór sem var heldur langur er farinn að styttast.

„Það er alltaf virkilega gott að fá góða leikmenn til baka úr meiðslum og vonandi getum við valið úr öllum leikmannahópnum í næsta leik. Leikmennirnir sem hafa komið til okkar í glugganum hafa líka staðið sig mjög vel."

Rick Ten Voorde skoraði bæði mörk Þór í dag.

„Hann hefur mikið verið að spila á kantinum en vil spila í gegnum miðjuna og við sáum það í dag hvers vegna. Hann skoraði í dag og vonandi eigum við eftir að fá fleiri mörk frá honum."

Næsti leikur Þórs er á móti Aftureldingu á útivelli.

„Allir leikir eru erfiðir. Leikurinn í dag var virkilega erfiður. Njarðvík hefur bætt sinn leik síðan við mætum þeim síðast og eiga skilið kredit fyrir það. Það er engir auðveldir leikir, við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik og vinna hann."

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner