Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   þri 16. júlí 2019 20:37
Ester Ósk Árnadóttir
Gregg: Sýndum mikinn karakter í seinni hálfleik
Gregg var ánægður með Rick í dag sem skoraði bæði mörk Þór
Gregg var ánægður með Rick í dag sem skoraði bæði mörk Þór
Mynd: Þór
„Þetta var erfiður leikur en við sýndum mikinn karakter sérstaklega í seinni hálfleik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það," sagði Gregg eftir 2-1 sigur á móti Njarðvík í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Njarðvík

Þór spilaði fyrri hálfleikinn undir getu.

„Fyrri hálfleikur var ekki okkar besti, staðan var 1-1 í hálfleik. Liðið getur kannski ekki alltaf verið frábært en eins og ég sagði áður þá sýndu strákarnir mikinn karakter í seinni hálfleik."

Heimamenn skoruðu strax í upphafi seinni hálfleiks.

„Við komum mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Við byrjuðum seinni háfleikinn eins og ég vildi byrja fyrri hálfleikinn. Seinna markið var risastórt fyrir okkur."

Meiðslalistin hjá Þór sem var heldur langur er farinn að styttast.

„Það er alltaf virkilega gott að fá góða leikmenn til baka úr meiðslum og vonandi getum við valið úr öllum leikmannahópnum í næsta leik. Leikmennirnir sem hafa komið til okkar í glugganum hafa líka staðið sig mjög vel."

Rick Ten Voorde skoraði bæði mörk Þór í dag.

„Hann hefur mikið verið að spila á kantinum en vil spila í gegnum miðjuna og við sáum það í dag hvers vegna. Hann skoraði í dag og vonandi eigum við eftir að fá fleiri mörk frá honum."

Næsti leikur Þórs er á móti Aftureldingu á útivelli.

„Allir leikir eru erfiðir. Leikurinn í dag var virkilega erfiður. Njarðvík hefur bætt sinn leik síðan við mætum þeim síðast og eiga skilið kredit fyrir það. Það er engir auðveldir leikir, við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik og vinna hann."

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner