Eyjamaðurinn Eyþór Daði Kjartansson hefur fengið félagaskipti í KV frá KFS. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum KV í dag.
Eyþór Daði er fæddur árið 2000 og alla tíð spilað í Eyjum hérlendis ásamt því að hafa leikið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Hann á 26 leiki og 2 mörk í deild- og bikar með ÍBV, og 80 leiki og 21 mark með KFS.
Eyþór er nú genginn til liðs við KV, sem leikur í 3. deildinni, og er í byrjunarliðinu sem mætir Hetti/Hugin í 16-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins klukkan 20:00 í kvöld.
KV hefur gert ágætis hluti í 3. deildinni á tímabilinu en liðið situr í 5. sæti með 18 stig, tíu stigum frá toppnum.
3. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Augnablik | 12 | 8 | 4 | 0 | 26 - 10 | +16 | 28 |
2. Hvíti riddarinn | 12 | 8 | 1 | 3 | 34 - 17 | +17 | 25 |
3. Magni | 12 | 7 | 2 | 3 | 22 - 17 | +5 | 23 |
4. Reynir S. | 12 | 6 | 3 | 3 | 26 - 25 | +1 | 21 |
5. KV | 12 | 5 | 3 | 4 | 36 - 27 | +9 | 18 |
6. Tindastóll | 12 | 5 | 2 | 5 | 29 - 21 | +8 | 17 |
7. Árbær | 12 | 4 | 3 | 5 | 28 - 31 | -3 | 15 |
8. KF | 12 | 3 | 5 | 4 | 15 - 15 | 0 | 14 |
9. Sindri | 13 | 3 | 4 | 6 | 19 - 25 | -6 | 13 |
10. KFK | 13 | 3 | 3 | 7 | 16 - 27 | -11 | 12 |
11. Ýmir | 12 | 2 | 5 | 5 | 16 - 18 | -2 | 11 |
12. ÍH | 12 | 1 | 1 | 10 | 19 - 53 | -34 | 4 |
Athugasemdir