
HK hefur sótt hollenska framherjann Bart Kooistra frá Harkemase Boys í heimalandinu.
Kooistra er 23 ára gamall og uppalinn hjá Cambuur. en hélt til Bandaríkjanna í nám þar sem hann lék með Running Eagles og St. Joseph's.
Hann samdi við Harkemase Boys í janúar og skoraði 5 mörk í 13 leikjum sínum með liðinu.
Framherjinn var á reynslu hjá HK í vetur og hefur nú samið um að leika með liðinu út tímabilið.
Félagaskiptaglugginn opnar á morgun og verður því Kooistra kominn með leikheimild fyrir leik HK-inga gegn Þór á föstudag.
HK-ingar hafa gert frábærlega á tímabilinu en liðið er með 24 stig í 3. sæti aðeins einu stigi frá toppliði ÍR.
Athugasemdir