Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 16. ágúst 2020 21:54
Elvar Geir Magnússon
Arnar ánægður með rauða spjaldið - „Farið út að hlaupa og gerið betur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í bráðfjörugum leik gegn Breiðabliki í kvöld. Arnar missti stjórn á skapi sínu þegar Blikar skoruðu ólöglegt mark og dómararnir virtust ætla að láta það telja.

Arnar telur að viðbrögð sín hafi virkað, þau hafi gert það að verkum að dómararnir byrjuðu að fara yfir þetta og dæmdu á endanum rangstöðu. Furðuleg atburðarás.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Breiðablik

„Mér finnst þetta besta rauða spjaldið sem ég hef fengið á ævinni. Ég upplifði þetta þannig að markið átti að standa, þar til ég tók tryllinginn. Ég er bara ánægður með þetta rauða spjald. Það var svo gapandi augljóst að leikmaðurinn var rangstæður," segir Arnar.

„Fótboltinn á Íslandi er orðinn mjög hraður en dómararnir hafa ekki fylgt nægilega vel eftir. Þetta er ekki bara ég að kvarta. Það eru mistök gerð og dómararnir þurfa að stíga upp."

„Ég veit að allir eru að gera sitt besta og leikurinn í kvöld var mjög hraður. Þetta er erfitt fyrir dómarana en farið út að hlaupa og gerið bara betur."

Í viðtalinu talar Arnar nánar um leikinn, meiðslastöðuna, stigauppskeru Víkings og fleira.
Athugasemdir
banner