Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   sun 16. ágúst 2020 21:54
Elvar Geir Magnússon
Arnar ánægður með rauða spjaldið - „Farið út að hlaupa og gerið betur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í bráðfjörugum leik gegn Breiðabliki í kvöld. Arnar missti stjórn á skapi sínu þegar Blikar skoruðu ólöglegt mark og dómararnir virtust ætla að láta það telja.

Arnar telur að viðbrögð sín hafi virkað, þau hafi gert það að verkum að dómararnir byrjuðu að fara yfir þetta og dæmdu á endanum rangstöðu. Furðuleg atburðarás.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Breiðablik

„Mér finnst þetta besta rauða spjaldið sem ég hef fengið á ævinni. Ég upplifði þetta þannig að markið átti að standa, þar til ég tók tryllinginn. Ég er bara ánægður með þetta rauða spjald. Það var svo gapandi augljóst að leikmaðurinn var rangstæður," segir Arnar.

„Fótboltinn á Íslandi er orðinn mjög hraður en dómararnir hafa ekki fylgt nægilega vel eftir. Þetta er ekki bara ég að kvarta. Það eru mistök gerð og dómararnir þurfa að stíga upp."

„Ég veit að allir eru að gera sitt besta og leikurinn í kvöld var mjög hraður. Þetta er erfitt fyrir dómarana en farið út að hlaupa og gerið bara betur."

Í viðtalinu talar Arnar nánar um leikinn, meiðslastöðuna, stigauppskeru Víkings og fleira.
Athugasemdir
banner