Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Matthías Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
   sun 16. ágúst 2020 21:54
Elvar Geir Magnússon
Arnar ánægður með rauða spjaldið - „Farið út að hlaupa og gerið betur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í bráðfjörugum leik gegn Breiðabliki í kvöld. Arnar missti stjórn á skapi sínu þegar Blikar skoruðu ólöglegt mark og dómararnir virtust ætla að láta það telja.

Arnar telur að viðbrögð sín hafi virkað, þau hafi gert það að verkum að dómararnir byrjuðu að fara yfir þetta og dæmdu á endanum rangstöðu. Furðuleg atburðarás.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Breiðablik

„Mér finnst þetta besta rauða spjaldið sem ég hef fengið á ævinni. Ég upplifði þetta þannig að markið átti að standa, þar til ég tók tryllinginn. Ég er bara ánægður með þetta rauða spjald. Það var svo gapandi augljóst að leikmaðurinn var rangstæður," segir Arnar.

„Fótboltinn á Íslandi er orðinn mjög hraður en dómararnir hafa ekki fylgt nægilega vel eftir. Þetta er ekki bara ég að kvarta. Það eru mistök gerð og dómararnir þurfa að stíga upp."

„Ég veit að allir eru að gera sitt besta og leikurinn í kvöld var mjög hraður. Þetta er erfitt fyrir dómarana en farið út að hlaupa og gerið bara betur."

Í viðtalinu talar Arnar nánar um leikinn, meiðslastöðuna, stigauppskeru Víkings og fleira.
Athugasemdir
banner
banner