Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 16. september 2019 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Höfum verið að plana til framtíðar
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Ég er náttúrulega svekktur að við skyldum ekki klára þenann leik. Við eigum að geta mikið betur en þetta," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir jafntefli gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Grindavík

„Ég er þokkalega sáttur með fyrri hálfleikinn, en við hefðum alveg getað gert betur. Varnarlega, þá dældu þeir háum og löngum boltum á okkur, og við höndluðum það vel í fyrri hálfleiknum. Svo var allt annað upp á teningnum í seinni hálfleiknum, bæði sóknarlega og varnarlega. Við vorum passívir."

„Ég er ekki sáttur með seinni hálfleiknum og við sem hópur eigum ekki að vera sáttir með hann."

ÍA tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni með þessu stigi í dag.

„Við settum okkur markmið fyrir tímabilið, ákveðinn stigafjölda sem við erum ekki búnir að ná. Við erum á góðri leið með það. Eftir þetta svekkelsi í seinni hálfleiknum, þá munum við gíra okkur upp og æfa vel og vera klárir í alvöru baráttu gegn HK."

Tímabilið fer að líða undir lok. Skagamenn eru búnir að vera að plana til framtíðar.

„Frá því ég tók við höfum verið að plana til framtíðar og það heldur áfram. Það þýðir ekki að hugsa bara eina viku, einn leik eða einn mánuð fram í tímann þegar þú ert að vinna í þínu verkefni. Auðvitað er það einn leikur í einu, en við erum að reyna að efla félagið í heild sinni og það heldur áfram," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Athugasemdir
banner