Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 16. október 2014 17:00
Elvar Geir Magnússon
Bo Henriksen: Íslendingar of dýrir ef þeir spila svona
Bo Henriksen og Gunnar Sigurðsson fagna sigri hjá Fram árið 2005.
Bo Henriksen og Gunnar Sigurðsson fagna sigri hjá Fram árið 2005.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Danski framherjinn Bo Henriksen spilaði með Fram, Val og ÍBV 2005 og 2006.

Bo þjálfar í dag Horsens í dönsku B-deildinni en hann kíkti til Íslands í vikunni til að lýsa leik U21 árs landsliðsins gegn Dönum í danska sjónvarpinu. Fótbolti.net ræddi við Bo á Laugardalsvelli fyrir leikinn.

,,Ég elska Ísland, fólkið hérna, menninguna og andrúmsloftið," sagði Bo við Fótbolta.net í fyrradag.

,,Ég á vini hér og var að kaupa leikmann frá KR. Ég veit hvað er að gerast í íslensku deildinni og það er gaman að sjá að íslenskur fótbolti er á þeim stall sem hann á að vera. Það er ótrúlegt hvað þú getur gert með svona lítið af fólki."

Spenntur fyrir Kjartani Henry
Kjartan Henry Finnbogason kom til Horsens í ágúst og Bo er spenntur að sjá hann spila með liðinu.

,,Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan að hann kom. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli í baki. Hann er frábær leikmaður og ég hlakka til að sjá hann í fullu fjöri. Hann getur gert magnaða hluti. Hann er frábær leikmaður og hann á eftir að skora mikið fyrir okkur," sagði Bo sem hefur fylgst lengi með Kjartani.

,,Ég sá leiki með honum í sjónvarpinu og vinir mínir hérna eru að njósna fyrir mig. Við höfðum fylgst með honum í 6-7 mánuði til að sjá hvernig hann væri eftir meiðslin í fyrra. Við vitum hvað hann getur gert."

Bo vonast til að fá fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni en hann hefur þó áhyggjur af of góðum árangri íslenska landsliðsins. ,,Vonandi, ef ég get það. Það er erfitt ef þeir standa sig svona vel. Þá verða þeir of dýrir," sagði Bo léttur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner