Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. október 2021 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Maður getur alveg ímyndað sér að þessar viðræður hafi verið flóknar"
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var orðaður við þjálfarastarfið hjá Stjörnunni.
Var orðaður við þjálfarastarfið hjá Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason er nýr þjálfari Stjörnunnar.
Ágúst Gylfason er nýr þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var sterklega orðaður við Stjörnuna áður en Ágúst Gylfason var ráðinn í starfið á dögunum.

Heimir er án starfs í fótboltanum eftir að hætt með Al Arabi í Katar fyrr á þessu ári. Hann er fyrrum landsliðsþjálfari þar sem hann stýrði landsliðinu inn á tvö stórmót.

Rætt var um þessar fréttir í útvarpsþættinum Fótbolta.net. Þar fór umræðan á þann veg að kröfur Heimis hefðu verið of miklar fyrir Stjörnuna.

„Heimir er farinn að sakna þess að vera út á velli og þjálfa fótbolta," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það hefði verið bilað ef Heimir hefði mætt og tekið við Stjörnunni. Maður getur alveg ímyndað sér að þessar viðræður hafi verið flóknar því Heimir er ekki bara 'jájá, ég skal bara taka við þessu'. Hann fer fram á ýmislegt, það er pottþétt."

„Hann var að koma úr umhverfinu í Katar. Þó að margir fótboltamenn þar kunni ekki að sparka í bolta, þá er umhverfið algjörlega sturlað. Það er allt upp á 110. Að mæta Stjörnuna, að fara að æfa hálfsex á daginn, lið sem gat ekki neitt og var í fallbaráttu... það var aldrei að fara að gerast. Hann er ekki að fara að taka við neinu liði í Pepsi Max-deildinni nema það verði loforð um einhvers konar umgjörð á pari við Val, FH og þessi stóru lið; og það verði settir peningar til að bæta í og fjárfesta í leikmönnum," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Við fyrstu sýn er líklegt að þetta hafi mögulega strandað þarna, að kröfur hans hafi verið of háar fyrir Stjörnuna... þeir hafa tekið símtölin í kringum Garðabæinn við menn sem eiga eitthvað í bankanum. En er ekki bara erfitt að smala peningi þegar stemningin er niðri? Það er erfiðara að tína peninga upp úr grasinu þegar illa gengur."

MLS-deildin?
Áður en Heimir tók við Al Arabi í Katar - eftir að hann hætti með íslenska landsliðið - þá var hann orðaður við félög í MLS-deildinni í Norður-Ameríku. Það hefur verið talað um að hann sé spenntur fyrir því að fara þangað.

„Ég reyni nú að fylgjast eins og ég get með MLS-deildinni og mig dreymir um að fá hann þangað. Ég ætla bjóða mig fram í að fara með honum því mig langar svo að starfa í kringum MLS einhvern veginn. En ég hef ekki séð nafnið hans eftir að hann hætti með Al Arabi, aldrei. Því miður," sagði Tómas.

„Það er vonandi að það fari eitthvað að detta inn hjá honum," sagði Elvar Geir.

„Maður hefur ekki heyrt Heimi í neinni umræðu neins staðar nema hjá Stjörnunni," sagði Sverrir Mar Smárason. Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.

Sjá einnig:
KSÍ hefur ekkert rætt við Heimi
Útvarpsþátturinn - Barist um bikar og landsliðsuppgjör
Athugasemdir
banner
banner