banner
   þri 17. september 2019 11:13
Magnús Már Einarsson
Brotist inn í bíl Davíðs Atla og medalíunni stolið
Davíð Atla glaðbeittur eftir bikarúrslitaleikinn á laugardag.
Davíð Atla glaðbeittur eftir bikarúrslitaleikinn á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn Atlason vaknaði upp við vondan draum þegar hann sótti bíl sinn á Laugardalsvöll í fyrrdag, daginn eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH því búið var að brjótast inn í bíl hans og stela gull medalíunni eftir leikinn.

Davíð og félagar hans í Víkingi urðu bikarmeistarar eftir 1-0 sigur og eftir leikinn fór hann ásamt liðsfélögum sínum að borða og að fagna titlinum.

Eftir leikinn setti Davíð gullmedalíu sína og fótboltadót í bílinn sinn áður en hann fór með liðsfélögum sínum að fagna.

Þegar Davíð kom að sækja bílinn daginn eftir var búið að brjótast inn í bílinn, stela medalíunni og fleiru.

„Þeir brutu afturrúðuna og tóku medalíu og skó og eitthvað," sagði Halldór Smári Sigurðsson í Víkings hlaðvarpinu.

Í Víkings Hlaðvarpinu fara Halldór Smári og Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings, yfir bikarúrslitaleikinn. Halldór Smári var einnig gestur í Miðjunni á Fótbolta.net í gær þar sem hann og Logi Tómasson fóru yfir stöðuna.

Miðjan - Víkingar í bikarsigurvímu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner