Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 15. september 2025 22:09
Sverrir Örn Einarsson
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Viktor Jónsson
Viktor Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er frábær. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu að ná að tengja saman tvo sigra. Við höfum gert þau mistök áður í sumar að fara aðeins of hátt þegar að við vinnum leiki og kannski sokkið svolítið djúpt þegar við erum að tapa.“ Voru fyrstu orð Viktors Jónssonar leikmanns ÍA um tilfinninguna eftir 3-1 sigur ÍA á Aftureldingu fyrr í kvöld en með sigrinum lyftI ÍA sér af botni deildarinnar. Viktor hélt áfram.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  1 Afturelding

„Það var náttúrulega orðið erfitt að tapa en við náðum að halda okkur vel á jörðinni eftir síðasta leik og það var bara fullur fókus eftir leikinn gegn Breiðablik á að taka þennan líka.“

Skagamenn byrjuðu leikinn þó ekkert alltof vel í dag og sóttu gestirnir nokkuð í upphafi. Það voru þó Skagamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Um leikinn sagði Viktor.

„Við byrjuðum leikinn illa og fannst mér við vera skrefi á eftir þeim. Þeir eru vel spilandi lið og gott flæði í þeim og við vorum að lenda svolítið eftir á. Mér fannst við samt ekkert í neinu brjáluðu veseni. Við þurftum bara aðeins að stíga á bensíngjöfina og hækka orkustigið.“

Ómar Björn Stefánsson átti aftur góðan leik i liði ÍA en hann leikur í framlínu liðsins líkt og Viktor. Viktor var alveg til í að hrósa liðsfélaga sínum fyrir leikinn og þá vinnu sem hann leggur á sig.

„Ég tók eftir því strax í vetur þegar hann kom hvað býr í þessum gæja og maður er bara búinn að bíða eftir því að þetta fari að tikka hjá honum. Hann leggur gríðarlega vinnu á sig í hverjum einasta leik og á æfingarsvæðinu líka. Hann er oft eftir hérna á æfingu í klukkutíma að æfa aukalega. Ég hef margt oft sagt við hann að vinnusemi borgar sig og að halda dampi. Það mun alltaf skila sér á endanum.“

Sagði Viktor en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner