Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 16. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Ótrúlega skemmtilegur opnunardagur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrsta umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í dag þegar Arsenal heimsækir Athletic Bilbao til Baskalands.

Mikel Arteta þjálfari Arsenal snýr þar á heimaslóðir þar sem hann er fæddur og uppalinn í héraðinu á nyrsta hluta Spánar.

Þessi félög hafa aðeins einu sinni áður mæst í sögunni, þegar Arsenal vann 3-0 í Emirates Cup æfingaleik í byrjun ágústmánaðar. Leikurinn í dag verður því fyrsti keppnisleikurinn á milli þessara tveggja liða.

PSV Eindhoven frá Hollandi tekur á sama tíma á móti Royale Union SG frá Belgíu.

Í kvöld eru gríðarlega spennandi leikir á dagskrá. Juventus tekur á móti Borussia Dortmund á meðan Real Madrid fær Marseille í heimsókn.

Tottenham spilar einnig við Villarreal og því geta áhorfendur búist við raunverulegum valkvíða fyrir framan sjónvarpið í kvöld.

Meistaradeildin
16:45 PSV - St. Gilloise
16:45 Athletic Bilbao - Arsenal
19:00 Juventus - Dortmund
19:00 Tottenham - Villarreal
19:00 Real Madrid - Marseille
19:00 Benfica - Qarabag
Athugasemdir
banner