Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 16. september 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bellingham og Camavinga í hóp í fyrsta sinn
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham er kominn aftur í leikmannahóp Real Madrid eftir tveggja mánaða fjarveru.

Bellingham missti af upphafi tímabilsins eftir að hafa farið í aðgerð á öxl eftir HM félagsliða í sumar en gæti komið við sögu gegn Marseille í kvöld.

Bellingham er búinn að jafna sig eftir aðgerðina en hann hefur misst af fjórum deildarleikjum hjá Real Madrid.

Ljóst er að miðjumaðurinn sókndjarfi þarf að fá spiltíma í lappirnar til þess að komast í gott leikform.

Franski miðjumaðurinn Eduardo Camavinga er einnig kominn aftur úr meiðslum. Hann hefur verið frá keppni í tæpa fimm mánuði eftir meiðsli aftan á nára sem hann varð fyrir gegn Getafe í lok apríl.

   29.08.2025 10:05
Anderson í enska landsliðið í stað Bellingham

Athugasemdir
banner