Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 16. september 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Glæpsamlegt ef við reyndum ekki við Donnarumma"
Scholes er duglegur að tjá sig um uppeldisfélagið.
Scholes er duglegur að tjá sig um uppeldisfélagið.
Mynd: EPA
Man City borgaði tæplega 30 milljónir punda til að kaupa Donnarumma, sem átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við PSG.
Man City borgaði tæplega 30 milljónir punda til að kaupa Donnarumma, sem átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við PSG.
Mynd: EPA
Fyrrum miðjumaðurinn Paul Scholes er goðsögn hjá Manchester United þó að ekki allir séu jafn hrifnir af skoðunum hans.

Hann er duglegur að tjá sig um stöðu mála hjá Man Utd þó að hann sé löngu hættur að spila fótbolta fyrir liðið. Hann er ekki ánægður með sumarið sem er að baki á leikmannamarkaðinum.

Rauðu djöflarnir keyptu Matheus Cunha, Bryan Mbeumo og Benjamin Sesko fyrir um 200 milljónir punda en eru aðeins búnir að skora fjögur mörk í fjórum leikjum á nýju úrvalsdeildartímabili. Tvö af þessum mörkum voru sjálfsmörk.

„Að mínu mati eru gæðin ekki til staðar," sagði Scholes við BBC Radio 5. „Það er eins og leikmenn passi ekki saman. Það eru engir tveir leikmenn sem virka vel saman á miðjunni, sama hvaða menn þjálfarinn prófar. Það er stórt vandamál.

„Ég hélt í allt sumar að nýr miðjumaður væri í algjörum forgangi hjá félaginu. Miðjumaður með góðar lappir sem getur hlaupið um og stjórnað hraða leiksins. Það voru líka stór vandamál með markmannsstöðuna. Þurftu þeir í alvörunni að bíða eftir Grimsby leiknum til að átta sig að Onana er ekki nægilega góður?

„Ef Manchester United var ekki að reyna við Gianluigi Donnarumma þegar hann varð laus þá er það glæpsamleg hegðun."


United endaði á að kaupa Senne Lammens úr belgísku deildinni og berst hann við Altay Bayindir um markmannsstöðuna eftir að Onana var lánaður út í tyrkneska boltann. Donnarumma fór til Manchester City og átti frábæran leik gegn Man Utd um helgina.

„Félagið ákvað að kaupa sóknarmenn í sumarglugganum. Það þurfti að laga sóknina, en þurfti virkilega að kaupa þrjá? Ég er ekki viss um það."
Athugasemdir
banner