Thomas Partey á að mæta í dómssal í London á morgun, miðvikudag, en nauðgunarákærur hvíla á herðum miðjumannsins.
Áhugavert er að hans nýja félag, Villarreal, á útileik gegn Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld.
Áhugavert er að hans nýja félag, Villarreal, á útileik gegn Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld.
Partey var fimm ár hjá Arsenal áður en hann fór til Villarreal í ágúst á frjálsri sölu og ljóst að hann fengi kaldar móttökur á heimavelli Tottenham.
Marcelino, stjóri Villarreal, vildi ekkert tjá sig á fréttamannafundi um það hvort Partey myndi spila. Hann sagði þó að leikmaðurinn sjálfur væri klár í það. Hann er skráður í leikmannahópinn.
Meint kynferðisbrot eiga að hafa átt sér stað árin 2021 og 2022, meðan Partey var leikmaður Arsenal.
Athugasemdir