Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 09:47
Elvar Geir Magnússon
Partey gæti spilað í London í kvöld og mætir svo í dómshúsið á morgun
Thomas Partey, til vinstri, í leik með Villarreal.
Thomas Partey, til vinstri, í leik með Villarreal.
Mynd: EPA
Thomas Partey á að mæta í dómssal í London á morgun, miðvikudag, en nauðgunarákærur hvíla á herðum miðjumannsins.

Áhugavert er að hans nýja félag, Villarreal, á útileik gegn Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld.

Partey var fimm ár hjá Arsenal áður en hann fór til Villarreal í ágúst á frjálsri sölu og ljóst að hann fengi kaldar móttökur á heimavelli Tottenham.

Marcelino, stjóri Villarreal, vildi ekkert tjá sig á fréttamannafundi um það hvort Partey myndi spila. Hann sagði þó að leikmaðurinn sjálfur væri klár í það. Hann er skráður í leikmannahópinn.

Meint kynferðisbrot eiga að hafa átt sér stað árin 2021 og 2022, meðan Partey var leikmaður Arsenal.
Athugasemdir
banner