Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 08:35
Elvar Geir Magnússon
Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi
Powerade
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: EPA
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan daginn. Meistaradeildin er að fara í gang þennan þriðjudaginn og við óskum lesendum til hamingju með það! Hér er Powerade slúður dagsins.

Joan Laporta, forseti Barcelona, er sagður harðákveðinn í að landa norska sóknarmanninum Erling Haaland (25) frá Manchester City og sé bjartsýnn á að fá hann til félagsins í framtíðinni. (El Nacional)

Manchester City mun veita Liverpool samkeppni um Marc Guehi (25), varnarmann Crystal Palace, þegar samningur leikmannsins rennur út. (Mirror)

Brentford hefur áhuga á þýska bakverðinum Almugera Kabar (19) hja Borussia Dortmund. (Bild)

Everton mun ekki hlusta á tilboð í varnarmanninn Jarrad Branthwaite (23) á næsta ári þar sem hann er mikilvægur hlekkur í framtíðaráætlunum liðsins. (TalkSport)

Njósnarar frá Arsenal, Chelsea, Manchester United, Barcelona og Real Madrid hafa fylgst með belgíska miðjumanninum Jorthy Mokio (17) sem er hjá Ajax. (Caughtoffside)

Adam Wharton (21) miðjumaður Crystal Palace vonast eftir því að fara til Liverpool. Real Madrid, Chelsea og Manchester United hafa einnig sýnt honum áhuga. (Fichajes)

Cristovao Carvalho, forsetaframbjóðandi Benfica, segir að hann muni reka stjórann Bruno Lage og reyna að fá Jurgen Klopp ef hann hlýtur kosningu í næsta mánuði. (Sportbild)

Annar forsetaframbjóðandi hjá Benfica, Joao Noronha Lopes, vill fá Rúben Amorim frá Manchester United. Amorim er fyrrum leikmaður Benfica. (Times)
Athugasemdir
banner
banner