Luis Enrique þjálfari ákvað að prófa nýja tækni þegar hann mætti til leiks með PSG í 2-0 sigri á heimavelli gegn Lens um helgina.
Hann var ekki á hliðarlínunni í fyrri hálfleik, heldur kaus hann að horfa á leikinn úr fréttamannaboxinu.
„Ég hef oft séð rúgbí þjálfara gera þetta til að geta greint leikinn frá öðruvísi sjónarhorni. Það er það sem gaf mér hugmyndina," sagði Enrique.
PSG átti ekki sérlega góðan fyrri hálfleik en leiddi 1-0 í leikhlé. Síðari hálfleikurinn var betri og stóðu Frakklandsmeistararnir að lokum uppi sem sigurvegarar, 2-0.
„Þetta er öðruvísi en þetta er stórkostlegt. Þetta gefur mér tækifæri til að sjá leikinn með öðrum hætti. Mér líður eins og ég geti stjórnað öllu þegar ég þarna uppi.
„Þetta er mjög áhugaverð tækni sem ég mun nota í framtíðinni, það er ekki spurning. Það er auðveldara að gefa hálfleiksræðuna eftir að hafa horft á leikinn frá þessu sjónarhorni, það gefur mikið skýrari mynd um hvaða leikmenn spiluðu betur og hvaða leikmenn spiluðu verr heldur en þegar þú horfir frá hliðarlínunni."
PSG er á toppi frönsku deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir