Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Express 
Thiago Silva: Mane er nánast fullkominn
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Thiago Silva, fyrirliði Paris Saint-Germain í Frakklandi, er mikill aðdáandi Sadio Mane, kantmanns Liverpool.

Hann segir að Mane eigi að vera í umræðunni um Ballon d’Or verðlaunin, sem eru veitt besta leikmanni í heimi á ári hverju.

Mane var lykilmaður á síðustu leiktíð er Liverpool vann Meistaradeildina. Á þessu tímabili hefur hann skorað átta mörk og lagt upp tvö í 11 leikjum í öllum keppnum.

„Sadio Mane er leikmaður í heimsklassa. Hann er nánast fullkominn leikmaður. Hann er mjög fljótur, stjórnar boltanum vel og er gáfaður í sínum hreyfingum. Miðað við það sem hann hefur afrekað á þessu ári, þá á hann skilið að vera í umræðunni um Ballon d’Or verðlaunin," sagði Silva eftir vináttulandsleik Brasilíu og Senegal á dögunum.

Virgil van Dijk, liðsfélagi Mane hjá Liverpool, og Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, þykja líklegastir til að hreppa Ballon d’Or verðlaunin í desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner