lau 18. maí 2019 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær goðsagnir kvöddu Bundesliguna með stæl
Mynd: Getty Images
Bayern München er þýskur meistari sjöunda tímabilið í röð. Bayern tryggði sér meistaratitlinn með 5-1 sigri á Eintracht Frankfurt í dag.

Franck Ribery og Arjen Robben komu báðir inn á sem varamenn fyrri Bayern í leiknum og tóku þeir báðir upp á því að skora.

Smelltu hér til að sjá mark Ribery.

Smelltu hér til að sjá mark Robben.

Þýska Bundesligan er svo sannarlega að kveðja tvær goðsagnir. Ribery hefur leikið með Bayern frá 2007 og Robben frá 2009. Þeir hafa unnið allt sem hægt er að vinna með Bayern.

Franck Ribery er fyrsti leikmaðurinn sem vinnur þýsku úrvalsdeildina níu sinnum.

Ekki er enn vitað hvað tekur við hjá Robben (35) og Ribery (36) á næsta tímabili.





Athugasemdir
banner
banner