Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   þri 18. júní 2019 21:47
Egill Sigfússon
Aron Bjarna: Setti hann bara upp í vindinn
Aron Bjarnason var frábær í kvöld
Aron Bjarnason var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tók á móti Breiðablik á Samsung vellinum í 9. umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld þar sem Breiðablik sigraði 1-3.
Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks kom inn á og skoraði glæsilegt jöfnunarmark. Aron var ánægður með frammistöðuna í dag, bæði hjá liðinu og sjálfum sér.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

„Geggjaður karakter að koma tilbaka og skora þrjú mörk, mjög gott. Ég var ákveðinn í að gera vel þegar ég kæmi inná, gott mark. Ég ætlaði bara að koma honum fyrir og setti hann upp í vindinn og oft virkar það vel með vindinn í bakið. Ég var alls ekki sáttur með að byrja ekki en þá verður maður bara að svara því þegar maður kemur inná."

Breiðablik tapaði 4-3 fyrir Fylki í síðustu umferð og sagði Aron að þeir hafi verið ákveðnir í að svara fyrir það í kvöld og þeir ætli sér sigur í þessari deild.

„Við ætluðum okkur alltaf sigur í þessari deild frá byrjun, Fylkisleikurinn var frekar lélegur og við vorum alltaf ákveðnir í að vinna þennan leik. Við vorum ekki spes í fyrri hálfleik en keyrðum yfir þetta í seinni hálfleik og það skilaði okkur þrem stigum."
Athugasemdir
banner
banner
banner