Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 18. ágúst 2019 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gaui Þórðar með íslenskt sælgæti á varamannabekknum
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Guðjón Þórðarson er að gera flotta hluti í Færeyjum með NSÍ Runavík. Liðið vann í dag 5-1 sigur gegn AB Argir, en NSÍ hefur ekki tapað í 13 leikjum er á toppi deildarinnar.

Guðjón hefur komið víða við á þjálfaraferlinum, en sælgætispokinn á varamannabekknum er yfirleitt ekki langt undan.

Guðjón mætir ávallt með nammipoka á leiki og er pokinn opnaður þegar mark er skorað. Hann hefur verið að gera þetta í Færeyjum og er íslenskt nammi á boðstólnum.

„Þetta er gamall vani hjá mér. Ég gerði þetta þegar ég var ungur maður á Íslandi. Þegar ég kom hingað í þessa deild fannst mér eitthvað vanta. Ég flutti inn íslenskt nammi og þetta er hefðbundið íslenskt nammi sem ég er með," sagði Guðjón í samtali við in.fo.

„Ég gef nammi eftir hvert mark og í dag var ég örlátur þar sem við skoruðum fimm mörk."

Á vefsíðu in.fo segir að sælgætið sem Guðjón er að bjóða upp á séu Djúpur, Bingókúlur og Freyju Mix.
Athugasemdir
banner
banner
banner