Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 18. ágúst 2022 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Júlí: Hefðum mögulega þurft derhúfu
Lengjudeildin
Júlí Karlsson
Júlí Karlsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Júlí Karlsson leikmaður Gŕóttu mætti fyrir hönd Seltirninga í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir leik Þŕóttar Vogum og Gróttu í Lengjudeildinni í kvöld. Júlí og félagar í Gróttu höfðu þar sigur 1-0 í hörkuleik þar sem Luke Rae skoraði sigurmarkið eftir um hálfltíma leik.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  1 Grótta

„Þetta var bara fínn leikur af okkar hálfu. Það er auðvitað alltaf erfitt að koma hingað á grænt grasið hjá Þrótti Vogum. Þetta var basl en framherjarnir voru hörkuduglegir og það er sterkt að koma með 1-0 sigur heim.“ Sagði Júlí um leikinn.

Grótta sem hafði yfirhöndina að mestu í fyrri hálfleik og komst yfir eftir um hálftíma leik féll mun aftar á völlinn í síðari hálfleik og leyfði Þŕótturum að taka yfir leikinn úti á velli. Var það með ráðum gert eða eitthvað sem bara gerðist?

„Nei við vissum svo sem að þeir eru erfiðir heim að sækja. Það voru erfiðar aðstæður og við hefðum kannski þurft derhúfu í seinni hálfleik út af sólinni en það var ekkert meðvitað en bara fínt að ná í sigur.“

Með sigrinum nær lið Gróttu að tengja saman tvo sigra eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð fyrir það . Jákætt upp á framhaldið?

„Algjörlega. En það er bara næsti leikur á þriðjudaginn og vonandi að við getum haldið áfram að ná í sigra.“

Sagði Júlí en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner