Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 18. ágúst 2022 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Júlí: Hefðum mögulega þurft derhúfu
Lengjudeildin
Júlí Karlsson
Júlí Karlsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Júlí Karlsson leikmaður Gŕóttu mætti fyrir hönd Seltirninga í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir leik Þŕóttar Vogum og Gróttu í Lengjudeildinni í kvöld. Júlí og félagar í Gróttu höfðu þar sigur 1-0 í hörkuleik þar sem Luke Rae skoraði sigurmarkið eftir um hálfltíma leik.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  1 Grótta

„Þetta var bara fínn leikur af okkar hálfu. Það er auðvitað alltaf erfitt að koma hingað á grænt grasið hjá Þrótti Vogum. Þetta var basl en framherjarnir voru hörkuduglegir og það er sterkt að koma með 1-0 sigur heim.“ Sagði Júlí um leikinn.

Grótta sem hafði yfirhöndina að mestu í fyrri hálfleik og komst yfir eftir um hálftíma leik féll mun aftar á völlinn í síðari hálfleik og leyfði Þŕótturum að taka yfir leikinn úti á velli. Var það með ráðum gert eða eitthvað sem bara gerðist?

„Nei við vissum svo sem að þeir eru erfiðir heim að sækja. Það voru erfiðar aðstæður og við hefðum kannski þurft derhúfu í seinni hálfleik út af sólinni en það var ekkert meðvitað en bara fínt að ná í sigur.“

Með sigrinum nær lið Gróttu að tengja saman tvo sigra eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð fyrir það . Jákætt upp á framhaldið?

„Algjörlega. En það er bara næsti leikur á þriðjudaginn og vonandi að við getum haldið áfram að ná í sigra.“

Sagði Júlí en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner