Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fim 18. ágúst 2022 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Júlí: Hefðum mögulega þurft derhúfu
Lengjudeildin
Júlí Karlsson
Júlí Karlsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Júlí Karlsson leikmaður Gŕóttu mætti fyrir hönd Seltirninga í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir leik Þŕóttar Vogum og Gróttu í Lengjudeildinni í kvöld. Júlí og félagar í Gróttu höfðu þar sigur 1-0 í hörkuleik þar sem Luke Rae skoraði sigurmarkið eftir um hálfltíma leik.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  1 Grótta

„Þetta var bara fínn leikur af okkar hálfu. Það er auðvitað alltaf erfitt að koma hingað á grænt grasið hjá Þrótti Vogum. Þetta var basl en framherjarnir voru hörkuduglegir og það er sterkt að koma með 1-0 sigur heim.“ Sagði Júlí um leikinn.

Grótta sem hafði yfirhöndina að mestu í fyrri hálfleik og komst yfir eftir um hálftíma leik féll mun aftar á völlinn í síðari hálfleik og leyfði Þŕótturum að taka yfir leikinn úti á velli. Var það með ráðum gert eða eitthvað sem bara gerðist?

„Nei við vissum svo sem að þeir eru erfiðir heim að sækja. Það voru erfiðar aðstæður og við hefðum kannski þurft derhúfu í seinni hálfleik út af sólinni en það var ekkert meðvitað en bara fínt að ná í sigur.“

Með sigrinum nær lið Gróttu að tengja saman tvo sigra eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð fyrir það . Jákætt upp á framhaldið?

„Algjörlega. En það er bara næsti leikur á þriðjudaginn og vonandi að við getum haldið áfram að ná í sigra.“

Sagði Júlí en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner