Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fim 18. ágúst 2022 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Júlí: Hefðum mögulega þurft derhúfu
Lengjudeildin
Júlí Karlsson
Júlí Karlsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Júlí Karlsson leikmaður Gŕóttu mætti fyrir hönd Seltirninga í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir leik Þŕóttar Vogum og Gróttu í Lengjudeildinni í kvöld. Júlí og félagar í Gróttu höfðu þar sigur 1-0 í hörkuleik þar sem Luke Rae skoraði sigurmarkið eftir um hálfltíma leik.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  1 Grótta

„Þetta var bara fínn leikur af okkar hálfu. Það er auðvitað alltaf erfitt að koma hingað á grænt grasið hjá Þrótti Vogum. Þetta var basl en framherjarnir voru hörkuduglegir og það er sterkt að koma með 1-0 sigur heim.“ Sagði Júlí um leikinn.

Grótta sem hafði yfirhöndina að mestu í fyrri hálfleik og komst yfir eftir um hálftíma leik féll mun aftar á völlinn í síðari hálfleik og leyfði Þŕótturum að taka yfir leikinn úti á velli. Var það með ráðum gert eða eitthvað sem bara gerðist?

„Nei við vissum svo sem að þeir eru erfiðir heim að sækja. Það voru erfiðar aðstæður og við hefðum kannski þurft derhúfu í seinni hálfleik út af sólinni en það var ekkert meðvitað en bara fínt að ná í sigur.“

Með sigrinum nær lið Gróttu að tengja saman tvo sigra eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð fyrir það . Jákætt upp á framhaldið?

„Algjörlega. En það er bara næsti leikur á þriðjudaginn og vonandi að við getum haldið áfram að ná í sigra.“

Sagði Júlí en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner