Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 18. ágúst 2022 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Júlí: Hefðum mögulega þurft derhúfu
Lengjudeildin
Júlí Karlsson
Júlí Karlsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Júlí Karlsson leikmaður Gŕóttu mætti fyrir hönd Seltirninga í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir leik Þŕóttar Vogum og Gróttu í Lengjudeildinni í kvöld. Júlí og félagar í Gróttu höfðu þar sigur 1-0 í hörkuleik þar sem Luke Rae skoraði sigurmarkið eftir um hálfltíma leik.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  1 Grótta

„Þetta var bara fínn leikur af okkar hálfu. Það er auðvitað alltaf erfitt að koma hingað á grænt grasið hjá Þrótti Vogum. Þetta var basl en framherjarnir voru hörkuduglegir og það er sterkt að koma með 1-0 sigur heim.“ Sagði Júlí um leikinn.

Grótta sem hafði yfirhöndina að mestu í fyrri hálfleik og komst yfir eftir um hálftíma leik féll mun aftar á völlinn í síðari hálfleik og leyfði Þŕótturum að taka yfir leikinn úti á velli. Var það með ráðum gert eða eitthvað sem bara gerðist?

„Nei við vissum svo sem að þeir eru erfiðir heim að sækja. Það voru erfiðar aðstæður og við hefðum kannski þurft derhúfu í seinni hálfleik út af sólinni en það var ekkert meðvitað en bara fínt að ná í sigur.“

Með sigrinum nær lið Gróttu að tengja saman tvo sigra eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð fyrir það . Jákætt upp á framhaldið?

„Algjörlega. En það er bara næsti leikur á þriðjudaginn og vonandi að við getum haldið áfram að ná í sigra.“

Sagði Júlí en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner