Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 18. september 2019 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin um gullskóinn: Verð að reyna að ná honum
Gary í leik með ÍBV.
Gary í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður eins og ég hafi verið að spila fimm leiki," sagði Gary Martin, framherji ÍBV, í viðtali eftir 6-4 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„Undirbúningurinn var erfiður. Ég veit að þetta er afsökun, en bátsferðin var þrír tímar og ekki góð. Við borðuðum stuttu fyrir leikinn. Þetta hefði getað verið öðruvísi, þeir hefðu getað skorað meira. En við sýndum karakter og komum til baka," sagði Gary og hrósaði Róberti Aroni Eysteinssyni, sem kom inn á í stöðunni 6-1.

„Hann var ótrúlegur, ungi strákurinn. Hann kom inn á í stöðunni 6-1 og breytti leiknum. Hann á skilið klapp á bakið."

„Ég mun alltaf skora mörk, í hvaða liði sem er. Það sást eftir annað markið að ég var hungraður í meira. Ég er ánægður, þrenna er þrenna. Við erum fallnir og úrslitin skipta í raun og veru ekki máli, við viljum samt augljóslega ekki tapa risastórt. Fyrir mig persónulega er gott að ná þrennunni."

Gary er núna orðinn næst markahæstur í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Hann er með 11 mörk, en markahæstur er Thomas Mikkelsen, Breiðabliki, með 12 mörk. Gary ætlar sér gullskóinn.

„Ég verð að reyna að ná honum. Ég vildi fá bronsskóinn að minnsta kosti því þá hef ég fengið þá alla, gull, silfur og brons. Ef ég vinn gullskóinn þá er það ekki sanngjarnt gagnvart hinum strákunum sem hafa verið hér allt tímabilið. Ég skora alltaf mörk í september og ef ég verð á meðal þriggja markahæstu þá verð ég mjög ánægður."

„Ég hef lagt mikið á mig andlega að komast á þann stað sem ég er núna. Ég reyni að ná gullskónum," sagði Gary Martin.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner