Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mið 18. september 2019 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin um gullskóinn: Verð að reyna að ná honum
Gary í leik með ÍBV.
Gary í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður eins og ég hafi verið að spila fimm leiki," sagði Gary Martin, framherji ÍBV, í viðtali eftir 6-4 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„Undirbúningurinn var erfiður. Ég veit að þetta er afsökun, en bátsferðin var þrír tímar og ekki góð. Við borðuðum stuttu fyrir leikinn. Þetta hefði getað verið öðruvísi, þeir hefðu getað skorað meira. En við sýndum karakter og komum til baka," sagði Gary og hrósaði Róberti Aroni Eysteinssyni, sem kom inn á í stöðunni 6-1.

„Hann var ótrúlegur, ungi strákurinn. Hann kom inn á í stöðunni 6-1 og breytti leiknum. Hann á skilið klapp á bakið."

„Ég mun alltaf skora mörk, í hvaða liði sem er. Það sást eftir annað markið að ég var hungraður í meira. Ég er ánægður, þrenna er þrenna. Við erum fallnir og úrslitin skipta í raun og veru ekki máli, við viljum samt augljóslega ekki tapa risastórt. Fyrir mig persónulega er gott að ná þrennunni."

Gary er núna orðinn næst markahæstur í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Hann er með 11 mörk, en markahæstur er Thomas Mikkelsen, Breiðabliki, með 12 mörk. Gary ætlar sér gullskóinn.

„Ég verð að reyna að ná honum. Ég vildi fá bronsskóinn að minnsta kosti því þá hef ég fengið þá alla, gull, silfur og brons. Ef ég vinn gullskóinn þá er það ekki sanngjarnt gagnvart hinum strákunum sem hafa verið hér allt tímabilið. Ég skora alltaf mörk í september og ef ég verð á meðal þriggja markahæstu þá verð ég mjög ánægður."

„Ég hef lagt mikið á mig andlega að komast á þann stað sem ég er núna. Ég reyni að ná gullskónum," sagði Gary Martin.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner