Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. október 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ansu Fati á EM alls staðar?
Fati tekur myndir með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn með U21 landsliði Spánar.
Fati tekur myndir með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn með U21 landsliði Spánar.
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Rivaldo telur að Ansu Fati geti komið sér inn í EM-hóp Spánverja ef hann heldur áfram að nýta tækifæri sín.

Hinn 16 ára gamli Fati hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn hjá Barcelona.

Hann fékk tækifæri í aðalliði Katalóníustórveldisins í upphafi tímabils vegna meiðsla hjá leikmönnum eins og Lionel Messi og Luis Suarez. Hann nýtti tækifærið til hins ýtrasta.

Hann varð næst yngsti leikmaðurinn í sögunni til þess að spila fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni þegar hann spilaði gegn Real Betis í ágúst. Hann varð tæpri viku síðar yngsti leikmaðurinn í sögu Barcelona til að skora deildarmark.

Fati varð á dögunum næst yngstur í sögu U21 landsliðs Spánar.

„Hann hefur alla burði til þess að verða stór leikmaður í framtíðinni, hann þarf bara að halda áfram að vinna vel og bíða eftir tækifærunum," sagði Rivaldo, sem lék með Börsungum frá 1997 til 2002.

„Ef hann heldur áfram að nýta tækifærin hjá Barcelona, þá útiloka ég ekki þá hugmynd að sjá hann á Evrópumótinu á næsta ári."

„Það eru að eiga sér margar breytingar á spænska hópnum, og hann er leikmaður sem gæti hjálpað liðinu."

„Það mun allt velta á því hvað hann sýnir frá þessu augnabliki til loka tímabilsins, ekki bara með Barcelona, líka með U21 landsliðinu. Þetta er undir honum komið og hvað hann gerir við tækifærin sem hann fær. Eitt sem ég er viss um, hann hefur hæfileikana."

Evrópumótið 2020 fer fram í 12 löndum næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner