Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   sun 18. október 2020 10:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Sheffield United og Fulham: Nýir menn byrja
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 11:00. Það er leikur Sheffield United og Fulham.

Þetta eru tvö neðstu lið deildarinnar eins og er, en bæði lið eru án stiga eftir fjóra leiki.

Sheffield United gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Arsenal fyrir landsleikjahlé. Oliver McBurnie, Max Lowe og Oliver Norwood koma inn í byrjunarliðið.

Rhian Brewster, sem var keyptur frá Liverpool á dögunum, byrjar á bekknum.

Ruben Loftus-Cheek og Tosin Adarabioyo, sem voru fengnir til Fulham á gluggadegi, byrja sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Byrjunarlið Sheffield United: Ramsdale, Baldock, Stevens, Basham, Egan, Norwood, Lowe, Berge, Lundstram, McGoldrick, McBurnie.
(Varamenn: Verrips, Sharp, Burke, Robinson, Ampadu, Osborn, Brewster)

Byrjunarlið Fulham: Areola, Robinson, Adarabioyo, Ream, Aina, Anguissa, Cairney, Loftus-Cheek, Lookman, Cavaleiro, Mitrovic.
(Varamenn: Rodak, Kebano, Decordova-Reid, Lemina, Le Marchand, Bryan, Kamara)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner
banner