Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. nóvember 2022 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Bergmann: Ætlum að brosa og vinna bikarinn
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands og Lettlands í Baltic-bikarnum á morgun, en hann segir það alltaf gaman að spila úrslitaleiki.

Ísland kom sér í úrslit bikarsins með því að leggja Lithaén að velli eftir vítaspyrnukeppni á miðvikudag.

Það er því bikar í boði í Riga á morgun en leikurinn hefst klukkan 14:00. Ísak er að vonast eftir því að liðið spili betur en á miðvikudag.

„Að við náðum að vinna leikinn, það er alltaf sterkt. Þó við höfum ekki náð að spila okkar besta leik, en það voru náttúrulega erfiðar aðstæður. Við reyndum að gera það besta úr þessu og fengum 0-0 leik en náðum að vinna í lokin. Við tökum það.“

„Ekki oft sem maður fær að spila úrslitaleik með landsliðinu þannig þetta verður mjög gaman. Við ætlum að brosa og reyna að vinna leikinn á morgun.“

„Sama hvaða bikar það er, HM eða Baltic-cup, manni langar að vinna bikara og hvað þá með landsliðinu. Þetta er tækifæri sem verður mjög skemmtilegt.


Lettar fagna þjóðhátíðardegi sínum í dag og var því hörkudagskrá í landinu. Landsliðið sá alls konar atriði en einbeitingin er þó öll á leiknum á morgun.

„Við kíktum aðeins út og sáum tanka, skriðdreka og svona. Gaman að sjá þetta en við erum bara klárir leikinn á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Ísak í lokin.
Athugasemdir
banner