Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   þri 19. janúar 2021 22:30
Aksentije Milisic
Fyrsti leikmaður í sögunni keyptur fyrir Bitcoin
David Barral er fyrrum leikmaður Real Madrid og var hann að ganga til liðs við DUX Internacional de Madrid.

Það sem er áhugavert við þetta er það að Barral er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem er keyptur fyrir netgjaldmiðilinn Bitcoin.

Liðið Internacional de Madrid er hluti af DUX Gaming og er það í eigu Borja Iglesias og Thibaut Courtois.

Criptan er styrktaraðili félagsins og það sérhæfir sig í netgjaldmiðlum. Ekki hefur verið gefið út kaupverðið á leikmanninum sem stendur.


Athugasemdir
banner